#tilbúin til borða
Explore tagged Tumblr posts
fyndnarmyndir · 4 years ago
Photo
Tumblr media
ég er í megrun beint ofan skot pizza
0 notes
astrososp · 6 years ago
Text
Vika #2
Mánudagur 14. Janúar 2019. Dagur 8 í Svíþjóð.
Í dag vaknaði ég á undan vekjaraklukkunni, nánar tiltekið kl 07:00. Svaf ekkert svo vel þannig ég var löt við að fara úr rúminu og var þar til kl 08:00. Krakkarnir voru nýlega vaknaðir þegar ég kom fram og voru að borða morgunmat. Við perluðum, lituðum og spiluðum  þangað til það kom hádegismatur. Krakkarnig vildu núðlur en ég fékk mér spælt egg og vorrúllur. Fljótlega eftir hádegismat klæddum við okkur í útiföt og löbbuðum í leikskólann sem krakkarnir fara í á morgun. Við löbbuðum aðeins um svæðið og hittum einn kennarann fyrir utan leikskólann og spjölluðum við hana í smá stund. Eftir það fórum við heim og ákváðum við að taka strætó til baka. Þegar heim var komið fengu krakkarnir heitt kakó og brauð og fóru síðan að horfa á mynd sem Kristján keypti sér um helgina. Hanna kom heim þegar við vorum að borða kvöldmat og í matinn var fiskur í ofni og brokkolí. Ég fékk mér líka vorrúllur síðan úr hádeginu. Eftir matinn fór ég inn í herbergi og var nánst í símanum allt kvöldið. Fyrst hringdi Benjamín og við spjölluðum í ca. 1 klst og 30 mín. Eftir það hringdi bróðir minn í smá og hjá honum voru mamma og pabbi þannig ég talaði líka smá við mömmu í leiðinni. Í lokin talaði ég við eddu og andreu í gegnum video call a snapchat. Ég skoðaði síðan nokkrar danskar síður með húsgögnum og áhöldum fyrir heimilið og var að leita eftir hugmyndum fyrir húsið.
Þriðjudagur 15. Janúar 2019. Dagur 9 í Svíþjóð.
Ég var mjög lengi að sofna í gærkvöldi og sofnaði eitthvað um 01:00. Klukkan hringdi 07:20 í morgun en eg var vöknuð fyrir það en fór bara á fætur þegar klukkan hringdi. Í dag var fyrsti dagur í aðlögun á leikskólanum hjá krökkunum og áttu þau að mæta kl 09:00. Þau voru að borða morgunmat þegar ég kom fram. Þau klæddu sig í föt og burstuðu tennurnar. Síðan setti ég í hárið á stelpunum, klæddum okkur í útiföt og röltum af stað í átt að strætóskýlinu. Allt gekk vel í aðlögunni og krakkarnir stóðu sig rosalega vel og vorum við til 11:00 í dag. Það byrjaði að snjóa á meðan við vorum þar og þegar við fórum út var kerran öll þakin í snjó. Krakkarnir fengu að leika sér aðeins í snjónum í garðinum á leikskólanum áður en við tókum strætó til baka heim. Krakkarnir fengu heitt súkkulaði þegar við komum heim og í hádegismat borðuðum við vegan ‘‘ kjúkling‘‘ grænmeti og ávexti. Við lékum okkur síðan inni eftir matinn fram að kvöldmat. Krakkarnir fengu skyr og vínber og smá pulsubita  í kvöldmatinn en ég og Alfreð fengum okkur osta-beikon pulsur og egg. Um kvöldið fór ég í sturtu og síðan inn í herbergi að lesa smá og síðan horfa á netflix, as always. Og ætla að reyna að fara að sofa fyrr í kvöld.
Miðvikudagur 16. Janúar 2019. Dagur 10 í Svíþjóð.
Í dag vaknaði ég við vekjaraklukkuna kl 07:00. En vakanði samt um 06:00 við vekjaraklukku sem var að hringja frammi. En náði að sofa örlítið lengur til 7. Ég fór fram úr rúminu,  burstaði tennurnar og klæddi mig. Krakkarnir voru enn sofandi þegar ég var tilbúin. Við Alfreð vöktum þau og Birta og Kristán klæddu sig . Ég gaf krökkunum cheerios að borða og greiddi hárið á stelpunum og síðan klæddi Katrín sig og fóru svo allir í útiföt. Þegar allir voru búnir að klæða sig lögðum við að stað út í strætóskýli til að fara í leikskólann. Það gekk vel í dag eins og í gær og vorum við til 11:00. Fórum heim og fengum okkur lasagna og kjötbollur í hádegismat. Við vorum inni að leika í dag, spiluðum svartapétur saman og svo spiluðum við Kristján latabæjarspilið 2x og allir fengu popp. Ég var aðeins í tölvunni á meðan krakkarnir voru að horfa á 2 þætti. Tókum aðeins til í herberginu hjá krökkunum á meðan við vorum að bíða eftir matnum, ég tók líka úr uppþvottavélinni og setti í hana aftur á  meðan krakkarnir voru að lita. Í matinn voru kjúklingabringur með kotasælu og einhverju öðru ofan á.
Fimmtudagur 17. Janúar 2019. Dagur 11 í Svíþjóð.
Vaknaði kl 07:00 og morgun rútínan var sú sama og í gær. Í dag vorum við til hádegis í leikskólanum. Krakkarnir fengu súpu og brauð í hádegismat og borðuðu þau öll vel. Kl 12:00 fórum við heim, krakkarnir fengu að leika smá í garðinum á leikskólanum áður en við tókum strætó. Ég fékk mér gríska jógúrt með granóla og brauð þegar við komum heim. Birtu og Katrínu langaði líka í jógúrt með granóla og fengu þær þannig líka. Við lékum okkur inni eftir hádegi. Á meðan krakkarnir voru að dunda sér að kubba setti ég í þvottavél og hengdi þvott upp. Ég tók líka aðeins til í fataskápnum hjá stelpunum. Krakkarnir fengu síðan að horfa á mynd þangað til maturinn kæmi, Kristján valdi að horfa á Lion king 3. Í kvöldmatinn var ofnbakaður kjúklingur með beikoni og kotasælu og niðurskorið blómkál með osti og kryddi. Eftir matinn fór ég í sturtu talaði síðan aðeins við benjamín og svo Eddu og Andreu á video call á snap chat. Horfði síðan á H.I.M.Y.M og fór að sofa.
Föstudagur 18. Janúar 2019. Dagur 12 í Svíþjóð.
Í morgun var soldið erfitt að vaka og ég snoozaði vekjaraklukkuna 2x þannig vaknaði 07:20. Krakkarnir voru enn sofandi. Ég og Alfreð vöktum þau og Alfreð gaf þeim síðan að borða. Krakkarnir tannburstuðu sig síðan og klæddu sig í föt og við fórum af stað í leikskólann. Það voru -8 gráður úti og frost yfir öllu. Þegar við komum í leikskólann sagði Debby kennarinn þeirra að við Alfreð mættum bara fara heim og koma aftur að sækja þau kl 14:00 því þetta er búið að ganga svo vel. Þannig við fórum þá bara heim. Ég braut saman smá þvott og kláraði að raða i skápana hjá krökkunum. Síðan fengum við okkur að borða, Alfreð gerði eggjaköku fyrir okkur og fenugm við okkur síðan avocado með. Rétt fyrir 14:00 fórum við að sækja krakkana. Dagurinn gekk mjög vel hjá þeim og það var ekkert mál fyrir þau að vera ein. Við fórum heim eftir leikskólann og gerðum kókoskúlur, krökkunum fannst það rosa gaman og biðu spennt eftir að fá að borða þær. Ég og Hanna vorum búnar að plana að fara í Nordstan mollið í Gautaborg þegar hún væri búin að vinna. Hanna keypti sér nokkra kjóla fyrir vinnuna en ég keypti mér ekki neitt. Við komum við í ICA maxi á leiðinni heim og keyptum allskonar dót. Klukkan var rúmlega 22:00 þegar við vorum komnar heim. Ég fór bara upp í rúm að horfa á Netflix.  
Laugardagur 19. Janúar 2019. Dagur 13 í Svíþjóð.
Vaknaði kl 08:40 og gerði mig til. Í dag var ákveðið að fara á skíði. Við fengum okkur að borða, Hanna gerði nesti til að taka með og svo tókum við saman dótið og lögðum af stað. Hanna og Alfreð leigðu bíl fyrir daginn. Það tók rúmlega klukkutíma að keyra á skiðasvæðið. Vinafólk þeirra var líka að fara með okkur og hittum við þau á staðnum. Ég hef 1x farið  á skíði og það var fyrir mörgum árum, en ég ákvað að prófa snjóbretti í fyrsta skiptið. Það var ógeðslega erfitt og var ég alltaf á rassinum. En varð  aðeins betri í lokin en á samt langt í land með að kunna þetta almennilega. Birta og Kristján voru að prófa skíði í fyrsta skipti og gekk þeim rosalega vel og vor þau mjög flott. Alfreð var bara að mestu með Katrínu að renna á sleða. Við fórum síðan öll saman á PizzaHut eftir á. Allir voru mjög þeryttir og búnir á því eftir skemmtilegan dag og krakkarnir sofnuðu allir í bílnum.Ég fór í sturtu og horfði síðan á síðustur 29 mínúturnar af leiknum.  Ég og Alfreð horfðum síðan á einn þátt. Ég fór síðan upp í rúm og ákvað loksins að byrja á 7 seríu af Arrow og horfði á einn þátt áður en ég sofnaði.
Sunnudagur 20. Janúar 2019. Dagur 14 í Svíþjóð.
Vaknaði hálf 10 í dag, litaði á mér augabrúnirnar og fékk mér síðan að borða. Dagurinn í dag var algjör letidagur og gerði ég ekki neitt spennandi. Las aðeins, lagði mig inn á milli blaðsíðna og horfði síðan á nokkra þætti af Arrow. Alfreð eldaði hakk og pasta í kvöldmatinn. Hann gerði sér hakk fyrir okkur sem var aðeins sterkara en hitt fyrir krakkana og Hönnu og það var mjög gott. Ég kláraði að skirfa vikuna og plana að klára daginn að horfa á Arrow eða eitthvað annað á Netflix.
Setning vikunnar,‘‘Ég elska þig svo mikið, alveg út í geim‘‘. K.Lára (2 að verða 3  ára er alltaf að segja þetta) 
-Þangað til næst! Adios !
0 notes
Text
Nýársútilega með skátunum
Þetta verður að öllum líkindum upptalning þar sem orðin næst, svo og eftir það verða notuð vandræðalega oft. Ég biðst velvirðingar á þessu. 
Dagur 1: 
Ég vaknaði 6:30 til að mætaí útileguna. Ég hélt að égyrði þreyttari; ég byrjaði að pakka mikið seinna en ég ætlaði mér og talaði svo við Hildi í klukkutíma einhverntímann í kringum miðnætti. Ég hélt að ég hafði sofið lítið en ég svaf tvöfalt meira en flestir vinir mínir úr skátunum. Ég borðaði morgunmat gog Bibi skutlaði mér. Við vorum seinar eins og vanalega en rútan var nú samt ekki farin og ég var ekki síðust til að mæta þannig að það slapp. Við byrjuðum á nokkrum leikjum við skátaheimilið áður en við keyrðum í hálftíma framhjá Dique og á stað sem ég held að heiti Campo Lago. Við byrjuðum á að setja útileguna og svo tjölduðum við. Við komumst svo fljótt að því að það mætti ekki tjalda þarna þannig að við þurftum að færa allt dótið. Við vorum samt sem betur fer ekki búin að hæla tjaldið þannig að þetta var ekkert vesen. Eldhústjaldið var samt komið upp þannig að það hjálpuðust allir að í að færa allt úr því og svo tjaldið sjálft. Við settum svo tjaldið upp á réttum stað og allar sveitir súrruðu hlið fyrir sig. Þetta var eins og á Landsmóti; hvert félag með sitt svæði og hlið nema hérna voru það sveitirnar. Fyrsti leikurinn sem við fórum í var í umsjón foringjanna (Eli og Menta) og var frekar einfaldur. Okkur var skipt í tvö lið og allir nema einn bundu fyrir augun. Svo löbbuðum við í röð og manneskjan sem sá labbaði aftast og stýrði hópnum. Við gerðum þetta 2 sinnum og í bæði skiptin fékk eitt lið að sjá án þess að hitt liðið vissi það. Eftir alla leiki eru svo umræður um hvað okkur fannst og hafa þeir þá alltaf eitthvað sem við eigum að læra frá þeim. Minn flokkur var með næsta “leik”. Þemað í útilegunni var Disney myndir og hver sveit fékk mynd. Okkar mynd var Inside out og til að vera með dagskrá í takt við þemað fengu allir blað með tilfinningunum og áttu að merkja við á hverjum degi hvernig þeim leið. (Í lok útilegunnar átti svo að fara yfir og allir áttu að segja frá en við gerðum það ekki). Eftir hádegismat fórum við svo öll í sundlaugina. Sundlaugin var samt frekar ógeðsleg. Þarna voru laufblöð, sandur og mold og verst af öllu: SKORDÝR! bæði lifandi og látin, svamlandi um. Eftir sundlaugina var kaffitími og svo héldum við áfram í dagskrá. Sioux voru með kynningu um mismunandi tegundir varðelda. Við hjálpuðum til í undirbúningnum á kvöldmatnum og svo var messa. Messan var örugglega styttri en vanalegra en mér fannst hún ógurlega lengi að líða. Í kvöldmatinn var einhverskonar kjötsúpa sem var nokkuð góð. Eftir mat undirbjuggum við morgundaginn og ég stökk í kalda sturtu. Svefnpokinn sem ég kom með var klárlega betri fyrir vetrarútilegur og ég endaði á að sofa ofan á honum, mér var svo ógeðslega heitt!
Dagur 2:
Ég svaf nokkuð vel þangað til ég vaknaði á milli 3 og 4 af því mér var kalt. Þetta er vandamálið við að tjalda í svona hita; það er ógurlega heitt á daginn og svo verður kalt þegar líður á nóttina. Ég sofnaði samt aftur og við fórum svo á fætur 5:30. Við borðuðum morgunmat, fylltum vatnsbrúsana og lögðum af stað í sólarhringsferð. Planið var að ganga á annað tjaldsvæði, gista þar eina nótt og labba svo aftur heim daginn eftir. Það varð fljótlega rosalega heitt og ég hélt ég myndi bókstaflega bráðna. Við stoppuðum á plaza í einhverju þorpi til að hvíla okkur í smástund og fengum okkur pínu nesti. Þarna vorum við hálfnuð. Gangan var í heildina 20 km og það var ekkert smá erfitt að labba í hitanum. Í seinni hluta göngunnar var enginn skuggi og ég held ég hefði ekki komist á leiðarenda ef það hefði ekki verið fyrir goluna sem kom reglulega. Hópurinn var algjörlega stilltur á tvo gönguhraða, rösklega og rosalega hægt. Við þurftum að stoppa reglulega til að aftasta fólkið næði okkur. Eitt stoppið var við hliðiná ánni sem rennur í/úr Dique og við stoppuðum þar alveg frekar lengi miðað við öll hin stoppin. Vatnið var fullkomið til að bleyta derhúfurnar og einhverjir fóru útí í smá stund. Þegar við loksins komumst á áfangastað lögðumst við niður á meðan við biðum eftir að einhver af hinu tjaldsvæðinu kæmi með matinn okkar. Við dottuðum langflest og ég steinsofnaði ásamt einhverjum öðrum. Við vorum svo vakin til að borða og til að færa dótið okkar þangað sem við ætluðum að tjalda. Tjald flokksins míns (sem ég bar alla leiðina) var svo alveg í lagi, teygjan inni í stöngunum hafði slitnað á mörgum stoðum þannig að það var ekki hægt að nota þær. Við reyndum að setja tjaldið upp á frumlegan hátt en það virkaði ekki alveg nógu vel. Menta náði samt að laga stangirnar með girni og tjaldið fór upp á hefðbundinn hátt á endanum eftir mikla erfiðleika. Það var rosalega mikið tjill kvöld. Við spiluðum, einhverjir fóru í sundlaugina og elduðum svo kvöldmat. Santi sá nú samt eiginlega alveg um það og endaði í rosalega góðu spaghettíi með einhvejru grænmeti. Við spjölluðum öll saman eftir mat, ég hafði ekkert að segja þannig ég lagðist niður og ég sofnaði alveg óvart. Það var ekkert smá vandræðalegt þegar þau vöktu mig! Við fórum í næturleik sem var frekar ömurelegur. Það var ekkert svæði til að vera með almennilegan leik og við hættum fljótlega. Við komumst nánast ekki allar inn í tjaldið okkar en það reddaðist allt á endanum þó að það væri ekkert pláss til að snúa sér. 
Dagur 3: 
Við vöknuðum klukkan 5:30 af því við ætluðum að reyna að fara snemma af stað til að ganga sem minnst í sólinni þegar hún var sterkust. Við tókum niður tjöldin, borðuðum morgunmat og biðum eftir að Andrea kæmi og sótti eitthvað af sameiginlega dótinu.Við vorum eitthva lengi að koma okkur af stað og við fórum svo ekki fyrr en rúmlega 7:15 þó að við höfðum verið tilbúin mikið fyrr. Sólin var ekki komin hátt á loft en hún var sam ótrúlega sterk og mér var sjúkt heitt. Við fengum að taka strætó meiri hlutann af leiðinni til baka þannig að það gerði ekkert til hvað við lögðum seint af stað. Áður en við tókum strætó ætluðum við að skoða lítið safn í þorpinu þar sem strætóstoppið var en það var lokað. Við vorum komin til baka á tjaldsvæðið mikið fyrr en við ætluðum okkur enda var mikið fljótlegra að taka strætó. Við tjilluðum og fórum öll í sturtu. Clari ákvað að hún vildi taka flétturnar sem hún var með úr sér og það tók ekkert smá langan tíma. Þetta var svona í spánarstíl  og þær voru örugglega 30 stk eða fleiri. Ég hjálpaði henni og þetta tók örugglega rúman 1,5 klukkutíma. Við vorum langsíðastar að fara í sturtu og þegar við vorum búnar fundum við ekki restina af krökkunum fyrr en við fórum niður á strönd. Ég óð í vatninu í stutta stund og svo var fljótlega hádegismatur. Ég deildi disk með Clari í hádegismat af því ég gleymdi mínum heima (og gerði það svo alla útileguna). Eftir mat var svo dagskrá. Við fórum í föt sem máttu verða skítug og “kepptum” svo milli flokka. Amazonas á móti sameinuðum Lady og Sioux.Við fórum í gegnum þrautabraut tengda “frumefnunum 4″ (jörð, loft, vatn, eldur) sem er rosalega stór hluti af starfi sveitarinnar minnar. Fyrst áttum við að koma litlum bolta af botni flösku upp úr henni með því að setja vatn í hana. Flaskan var samt götótt og liðið þurfti að hjálpast að við að halda fyrir götin og einn hljóp og sótti vatn. Þetta gekk rosalega illa! Það endaði á að reglunum var breytt og við þurftum bara að ná boltanum upp að miðju flöskunnar. Næst var að koma boltanum yfir þrjú vatnsglös með því að blása á hann. Þetta reyndist mikið auðveldara. Eftir það skriðum við undir bönd (svipað og er í skólahreysti) sem höfðu verið strengd yfir drullusvað. Við þurftum svo að hlaupa stuttan spöl og renndum okkur niður “vatnsrennibraut”. Að lokum hlupum við niður á strönd þar sem liðið sem væri fyrst átti að kveikja varðeld. Mitt lið var rétt svo á eftir hinu en það gerði ekkert til, leikurinn var frábær. Við fórum svo í fötunum ofan í dique. Allir í skóm (nema ég, vildi ekki bleyta Scarpa skóna). Okkur varð frekar kalt þannig að við skiptum í sundföt og fórum í sundlaugina. Laugin var líka köld þannig að ég endaði upp á bakka í sólbaði. Eftir sund var svo kaffitími og við undirbjuggum skemmtiatriði sem átti að vera tilbúið fyrir föstudaginn og svo kom fáni. Í lok fána er alltaf spurt hvort það séu tilkynningar og foringjarnir mínir sögðust vera með eina tilkynningu. Ég var svo beðin að koma til þeirra og var formlega vígð inn í félagið og fékk loksins minn eiginn klút. Ég brosti alveg út að eyrum og var ólýsanlega glöð með þetta. Næst á dagskrá voru fleiri leikir. Fyrst af öllu var leynivinaleikur þar sem allir drógu miða með nafni og áttu svo að gleðja þau á einhvern átt og helst ekki með keyptum gjöfum. Við skreyttum svo box til að setja bréf/gjafir frá leynivininum þannig að það myndi ekkert týnast. Þriðja og síðasta á dagskrá var frekar erfitt. Við áttum að sækja hlut sem hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir okkur. Ég gleymdi að koma með einhvern sérstakann hlut en ákvað svo að nota Patagonia stuttermabol sem ég keypti í suður ferðinni með Rótarý. Bestu vinir mínir úr ferðinni eiga öll alveg eins bol og fyrir mér táknar hann ferðina og allt sem við gerðum og sáum í henni. Við drógum öll nafn úr hatti og fengum svo hlut þeirrar manneskju og áttu svo að passa hlutinn þangað til útilegan kláraðist. Ég dró Maxi og hann dró mig þannig að við skiptumst á hlutum. Hans hlutur var kross á keðju sem hann er bókstaflega alltaf með. Ég fattaði ekki hvað bolurinn hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir mig fyrr en ég sá Maxi labba í burtu með bolinn, vitandi að hann gæti hugsanlega, mögulega en samt bara kannski týnst. Ábyrgðin sem fylgdi því að passa eitthvað sem maður veit að hefur rosalegt tilfinningalegt gildi fyrr aðra var gríðarleg. Ég var hræddari um að ég myndi týna hálsmeninu hans heldur en að hann myndi týna stuttermabolnum mínum. Við undirbjuggum svo athöfn sem er alltaf gerð áður en einhver “gerir loforðið” (það er skátathing hérna) og svo fór athöfnin sjálf fram. Hún heitir Fuego de la ley (eldur laganna) og snýst öll um skátalögin. Við vorum niðri á strönd í fallegu en frekar vindasömu veðri og rosalega stjörnubjart. Krakkarnir lásu skátalögin og Agustina kveikti á kertum fyrir hvert og eitt. Eftir athöfnina var kvöldmatur og svó fórum við öll beint að sofa. 
Dagur 4:
Við vorum vakin 7:30 og klæddum okkur og fórum í fána. Það var aðeins kalt þannig að ég fór í síðbuxur og peysu. Ég fékk að hífa upp fána, núna komin með klút og alles. Eftir fána var svo morgunmatur og svo var dagskrá. Við byrjuðum dagskrána á ótrúlega semmtilegum leik! Okkur var skipt í tvö lið og hlupum svo á eftir hinu liðinu með málningu á puttunum sem við reyndum að klína í andlitið á þeim. Sá/sú sem var málað á þurfti svo að bíða á fyrirfram ákveðnu svæði eftir að vera bjargað af liðsfélugum sínum (eins og í löggu og bófa). Mitt lið tapaði í öll 3 skiptin en þetta var samt ótrúlega skemmtilegt! Næsti leikur var líka í liðum. Við völdum einn foringja sem við bárum mikið traust til sem fékk svo upplýsingar um leikinn en hinir í liðinu fengu ekki að vita neitt. Svo fórum við í röð og bundum fyrir augun. Við lærðum merki um hreyfingar (hægri, vinstri, áfram, stopp o.s.fvr.) og löbbuðum svo af stað. Cami var foringinn í okkar liði og hún var aftast til að leiðbeina okkur (eina sem var ekki með bundið fyrir augun). Því miður var ég fremst þannig að ég leiddi hópinn að vissu leiti. Þetta gekk svo sem ágætlega alveg þangað til ég átti að lyfta fætinu upp og stíga yfir pínulítinn poll. Snillingurinn ég steig auðvitað beint ofaní pollinn og blotnaði aðeins í fæturna. Aðeins seinna þurftum við að labba yfir eitthvað (ég komst seinna að að hafi verið borð með bekkjum). Leiðin upp á borðið og yfir það gekk vel en niðurleiðin var allt önnur. Mér brá svo ógurlega þegar ég fann ekki tröppuna og datt nánast og við það skrækti ég. Ég komst nú samt áfallalaust niður og allir liðsfélagar mínir líka. Við enduðum svo á að rúlla okkur niður brekku með bundið fyrir augun. Leikurinn var ótrúlega skemmtilegur og ekki síðri fyrir þá sem voru að horfa á. Við fengum okkur pínu hressingu og fórum svo í tvo leiki í viðbót. Fyrri leikurinn var í kringum markmið og gleði. Seinni leikurinn var að púsla saman orðum og bæta við samtengingum og búa svo til skemmtiatriði út frá söguþræðinum. Mér svelgdist ógurlega á vatnssopa og var svo í einhverju ógurlegu hóstakasti að því sem mér fannst ekki ætla að taka neinn enda. Okkur tókst að klára verkefnið þó að skemmtiatriðið hafi ekki verið neitt sérstaklega fyndið. Ég var svo í hóstakasti það sem eftir var af deginum og var komin með kvef. Hádegismaturinn var seinna en venjulega og ég var ekkert smá ánægð með að hafa borðað apelsínuna í hressingunni. Eftir hádegismat undirbjuggum við stelpurnar leikinn okkar niðri á strönd. Mér leið ekki nógu vel og gat ekkert hjálpað þannig að ég fór aftur upp í tjaldbúð. Ég gat svo ekki verið með af því að mér leið ekki nógu vel (svimaði við hraðar hreyfingar og ótrúlega kvefuð). Það endaði svo á að enginn tók þátt í leiknum af því að það var frekar hvasst og vatnið kalt og allir hálfveikir. Clari var eitthvað pirruð yfir því að hinir höfðu ekki viljað taka þátt en sem betur fer varð ekkert drama. Þau einfaldlega töluðu saman og leystu “vandamálið”. Við fórum svo í sturtu til að þvo málninguna frá því um morguninn af okkur og fórum svo í þriggja fóta fótbolta. Ég og Cami lentum í öðru sæti, rétt svo töpuðum fyrir Lu og Clari. Svo kom loksins merienda og svo síðasti hluturinn á dagská dagsins. Við settumst á ströndina og hlustuðum á sögu úr biblíunni (ekki gleyma að þetta er kaþólskt skátafélag) og áttum svo að móta í leir það sem við tengdum við trúna. Ég datt alveg út og skildi svo ekki sögun þannig að ég fór með Eli aðeins til hliðar og fékk að lesa hana sjálf og hún útskýrði ef ég skildi ekki. Ég gerði svo eitthvað úr leir (er búin að steingleyma hvað það var) og gleymdi mér í eigin hugsunum. Ég endaði svo með einhvern tilfinningagraut og fór að gráta. Það er erfitt að útskýra nákvæmlega afhverju en þetta var blanda af heimþrá og þakkláti og gleði og fleiru. Ég talaði svo bara aðeins við Eli og jafnaði mig fljótlega. Við vorum aðeins lengur á ströndinni og öskruðum eins hátt og við gátum til að “eiga samskipti” við einhvern hinum megin við vatnið. Það endaði með að einhver úr tjaldbúðinni kom og spurði hvort það væri ekki allt í lagi og til að segja okkur að það væri kominn matur. Þessi matartími var frábært! pínu ógeðslegur en alveg frábært. Það byrjaði örugglega allt þegar Santi frussaði óvart mat yfir Ani (Önu?það virkar svo illa að nota argentísk nöfn í íslenskum texta) og svo varð hálfgert matarstríð og við enduðum öll í hláturskasti á jörðinni. Eftir mat var svo “fiesta” (partý/ball) þar sem flestir voru í búningum (ekki ég) og það voru verðlaun fyrir besta búninginn og fyrir bestu dansarana. Verðlaunin fóru rosalega mörg til yngri krakkanna en við skyldum það svo sem alveg. Mér fannst þetta ekkert sérstakt og var frekar fegin þegar það loksins kláraðist og við fórum að sofa. 
Dagur 5:
Ég var eiginlega alveg hætt að pæla hvað klukkan er en ég veit að við vöknuðum ekkert allt of snemma. Það var fáni og morgunmatur eins og alla hina dagana og svo fórum við í dagskrá. Við töluðum umhvernig við breyumst og tökumst mismunandi á við erfiðar aðstæður. Þetta endaði svo allt í djúpum samræðum um að leysa vandamálin/dramað sem er í sveitinni okkar milli einhverra einstaklinga. Ég vildi óskaað öll sveitin hafði verið þarna en það var ekki hægt. Hópurinn þéttist mikið og það komu fram nýjar hliðar (samt allt góðar) á fólki. Þetta var falleg stund sem ég mun aldrei gleyma. Næst dreifðum við okkur um svæðið og settumst ein hér og þar og settum okkur markmið. Við tókum okkur stutta pásu og mér tókst að detta ofan í “skurð” (milli gangstéttarinnar og vegsins er lítið síki eða eitthvað álíka sem er stundum fullt af vatni en yfirleitt eru bara laufblöð og rusl þar ofaní) og meiða mig. Ég rispaði bæði hnén og fékk ekkert smá stóra marbletti báðum megin. Ætli ég hefði ekki farið að gráta ef ég hafði ekki svona mikin húmor fyrir sjálfri mér! Ég sat þarna í smá stund í hláturskasti að reyna að fatta hvað hafði komið fyrir. Við tókum svo til í tjöldunum til að það væri auðveldara að pakka öllu niður daginn eftir. Í hádegismatnum var næstum því annað matarstríð en okkur tókst að haga okkur eins og nánast unglingar. Síðast á dagskrá hjá sveitinni var svo að mála persónur úr Inside out á pappaspjöld. Þetta tók ótrúlega langan tíma, alveg fram yfir fána og merienda en tókum við okkur reyndar sundlaugarpásu í klukkutíma eða svo. Eftir sundlaugina máluðum við á bakkanum og vorum svo sótt fyrir fána. Ég fékk nýtt merki. Hérna eru merki veitt fyrir framfarir (veit ekki alveg hvort ég sé að nota rétta orðið miðað við þýðingu en það verður bara að hafa sig) og mér fór semsagt fram í verkefnum sveitarinnar þegar ég gerði mitt fyrsta markmiðablað fyrr um daginn. Ég hafði brunnið ekkert smá illa á bakinu einhverntímann fyrr um daginn. Við erum að tala um tómatrautt og stanslausan pirring í brunanum. Foringinn minn var með eitthvað töfrakrem sem bjargaði mér algjörlega á ég bar það á mig örugglega 7 sinnum á dag. Það var svo kvöldmatur þar sem við undirbjuggum skemmtiatriðið okkar og að lokum kvöldvaka. Kvöldvakan var á ströndinni, við stóðum í kringum varðeld og það var frekar hvasst þannig að það var eiginlega kalt. Við sungum nokkur lög og horfðum á skemmtiatriðin. Þetta var bara nokkuð góð kvöldvaka. Við fengum svo að vera eftir á ströndinni (mín sveit) á meðan allir hinir fóru upp í tjaldbúð og þau yngstu að sofa. Við lögðumst niður á ströndina og spjölluðum á meðan við horfðum upp í himininn og skoðuðum stjörnurnar. Þetta var æðislegt. Við fórum svo inn í tjaldbúð og einhverjir fóru að sofa en ég, Clari og einhverjir fleiri settumst hjá la unidad (fálkaskátar) og spjölluðum eitthvað við þau. Ég fór svo ekki að sofa fyrr en klukkan var næstum því orðin 4:00. 
Dagur 6: 
Eins og alla hina dagana var fáni og morgunmatur þegar allir voru komnir á fætur. Svo tókum við niður tjaldbúðina og gerðum okkur til fyrir stórleikinn. Í stórleiknum var okkur skipt í tvennt, með jafnt hlutfall úr öllum sveitum báðum megin. Svo fórum við í gegnum hálfgerðan póstaleik/þrautabraut. Við enduðum svo niðri á strönd þar sem liðið sem gerði hæsta sandkastalann vann. Leikurinn var skemmtilegur en það var ótrúlega heitt og lítið hægt að vera í skugga. Í hádegismat voru svo allskonar afgangar nema ég hafði enga matarlyst og leið hálf skringilega. Ég lagðist niður í stutta stund og leið aðeins betur. Ég endaði svo á að sofna óvart.(klígjugjarnir mega vara sig; lýsingar á veikindum framundan) Ég vaknaði svo og var ógurlega óglatt og ældi svo og ældi. Ég held að ég hafi fengið sólsting  þrátt fyrir að ég var með derhúfu allan tímann. Ég fór svo í sturtu til að reyna að hressa mig aðeins við. Þegar ég horfði í spegilinn hélt ég að ég væri orðinn draugur, ég var svo ógurlega föl! Mér leið aðeins betur í smá stund en ældi svo meira. Dagurinn var rosalega óspennandi og leiðinlegur eftir hádegi. Ég dottaði, sitjandi við borð í skugganum í tjaldbúðinni milli þess sem ég ældi, ég hélt bókstaflega engu niðri. Það endaði svo á að ég ældi gallinu og það var ógeðslegt!! Við komumst svo loksins í rútuna og ég gat farið heim. Ég var rosalega svekkt að útilegan endaði svona en mér virðist ekki vera ætlað að tjalda í svona hita (shoutout á heimsmót í Japan 2015). 
Þetta var að öllum líkindum kvef, þreyta og sólstingur/hiti allt í bland og það endaði svona illa. Ég var fljót að jafna mig á veikindunum og ældi ekkert meira eftir að ég var komin heim í loftkælinguna. 
0 notes
fyndnarmyndir · 4 years ago
Photo
Tumblr media
pre owned nærmynd af mat í bakka
0 notes
fyndnarmyndir · 5 years ago
Photo
Tumblr media
pylsur í Chicago hár horn útsýni á mat í bakka
0 notes
fyndnarmyndir · 5 years ago
Photo
Tumblr media
Kleinuhringur Burgers High angle view á kjöti í bakka
0 notes
fyndnarmyndir · 5 years ago
Photo
Tumblr media
tók annað starf hár angle view of súkkulaði köku
0 notes
fyndnarmyndir · 5 years ago
Photo
Tumblr media
Worlds Largest Cheesburger Mynd Maðurinn og grænmeti í versluninni
0 notes
astrososp · 6 years ago
Text
Vika #3
Mánudagur 21. Janúar 2019. Dagur 15 í Svíþjóð.
Klukkan hringdi 07:00 eins og alla virka daga núna. Ég var ekki alveg tilbúin að vakna þá þannig ég snoozaði 2x og fór svo fram úr. Katrín var vöknuð en Kristján og Birta voru enn sofandi. Við vorum í seinni kantinum í morgun því við ætluðum að reyna að ná morgunmatnum í leikskolanum og hann var um 8 leytið. Hanna burstaði tennurnar á krökkunum og við hjálpuðum þeim síðan að klæða sig í föt og svo fórum við af stað til að ná strætó. Við komum í leikskólann rétt um 8 og þá var morgunmaturinn að byrja. Við Alfreð fórum heim, hann þurfti smá að vinna og fór síðan á fund í bankanum. Á meðan kláraði ég að horfa á síðustu tvo þættina af Arrow sem ég átti eftir af seríu 7 og fékk mér scrambled egg og avocado. Alfreð keypti tilbúna pizzu til að hita í ofni handa okkur og síðan þurfti hann að halda áfram að vinna. Ég fór ein að sækja krakkana í dag. Það gekk smá erfiðlega að koma sér út af leikskólanum og tók það smá tima fyrir þau að verða tilbúin. Þegar allir voru loksins komin út þurfti ég að koma stelpunum í kerruna en þær tóku ekki vel í það að þurfa að vera i kerrunni á leiðinni heim. Loksins gátum við lagt af stað að ná strætó. Það gekk vel leiðina heim og stoppuðum við á róló á leiðinni og vorum þar í soldin tíma. Árni hrigdi í mig á Face time og spjölluðum við aðeins saman meðan krakkarnir voru að renna sér og róla. Þegar við komum heim fóru krakkarnir að perla og lita. Ég gaf þeim brauð á meðan og síðan fengu þau að horfa á nokkra þætti fyrir mat. Andrea hringdi í mig á snap video í smá og þegar ég var búin að tala við hana horfði ég á einn þátt með krökkunum. Krakkarnir fengu pasta og hakk frá því í gær en Alfreð bjó til brokkolí pizzu fyrir okkur og Hönnu. Eftir kvöldmatinn fór ég í sturtu og var ég aðeins á Youtube og svo hringdi Árni á Face time og hann var hjá mömmu og pabba og voru þau öll að spila með Ágústu. Gat ekki sofnað og var ég þá bara aðeins á youtube til ca 01:00 og sofnaði fljótlega eftir það.
Þriðjudagur 22. Janúar 2019. Dagur 16 í Svíðjóð.
Vaknaði 7, klæddi mig og fór fram. Krakkarnir og Alfreð voru enn sofandi og Hanna var að gera morgunmat þar sem Alfreð átti afmæli í dag. Við vöktum Alfreð með afmælissöng og fengum okkur síðan að borða morgunmat. Krakkarnir klæddu sig í föt og síðan burstaði ég tennurnar þeirra. Við klæddum okkur í útiföt og fórum í strætó. Þegar við vorum komin á leikskólann fóru krakkarnir beit út að leika. Alfreð fór síðan heim en ég fór aðeins í ICA. Þar keypti ég nokkra hluti fyrir húsið sem voru á afslætti þar á meðal kökuform, on the go jógúrt box, mæliskeiðar, eldföst mót og fleira. Ég keyti mér líka bláberja nocco og það fyndna við það er að ég var beðin um skilríki við kassann, aldrei nokkurntímann hef ég verið beðin um það áður hahaha. Fór líka í aðra matvörubúð og keyti í ostasalat, fór heim og fékk mér að borða, setti í 3 þvottavélar og hengdi upp. Áður en ég fór að sækja krakkana bjó ég til ostasalat og fékk mér eina brauð með því til að smakka. Það eru ekki til eins ostar og heima þannig ég keypti einhverja venjulega milda osta til að nota í það og það var bara fínt á braðið, smá bragðlaust en ágætt. Fór og sótti krakkana og síðan beint heim. Það var orðið dimmt þegar við komum heim og stuttu eftir að við komum var kvöldmatur. Krakkarnir fengu skyr og kanilhring. En ég Alfreð og Hanna fengum okkur eggjaköku. Ég fór síðan inn í herbergi og las smá og var svo aðeins á Youtube þar til ég fór að sofa.
Miðvikudagur 23. Febrúar 2019. Dagur 17 í Svíþjóð.
Morguninn var eins og vanalaega, vakna 07:00 og gerði krakkana klára fyrir leikskólann. Þau borðuðu morgunmat í leikskólanum  í morgun þannig við gátum bara farið fljótlega af stað í strætó eftir að þau  voru komin í föt. Við Alfreð fórum síðan heim, hann fór að vinna og ég fékk mér kaffi og var aðeins í tölvunni. Ég fékk mér súrdaigsbrauð með ostalasati og linsoðið egg í hádegismat. Þvoði 2 eða 3 þvottavélar og hengdi upp. Ég fór síðan í sturtu og sótti krakkana. Þegar við vorum að labba upp brekkuna að húsinu sagði ég við Kristján að þetta væri soldið erfitt að ýta stelpunum upp í kerrunni i snjónum. Þá sagði hann við mig ‘‘ þú átt þetta alveg skilið, mamma mín er alltaf búin að vera að gera þetta‘‘. Mér fannst þetta mjög fyndið og fór smá að hlæja. Við fengum fisk í kvöldmatinn og síðan fór ég að horfa á HIMYM og borða ís.
 Fimmtudagur 24. Febrúar 2019. Dagur 18 í Svíþjóð.
Vaknaði fyrir 7 í dag. Morgunrútínan var sú sama og aðra daga. Þegar við Alfreð vorum búin að fara með krakkana á leikskólann fórum við heim. Hann fór að vinna og ég fór upp í rúm og lagði mig í klukkutíma, var þreytt og kalt. Ég vaknaði um 10:00 og fékk mér fljótlega smá að borða. Ég ákvað að baka bananabrauð þar sem það voru til gamlir bananar. Á meðan ég beið eftir brauðinu kláraði ég að lesa bókina sem ég er búin að vera að lesa. Ég setti í vél og hengdi upp. Ég smurði nokkur  bananabrauð og tók með þegar ég sótti krakkana í leikskólann. Þegar við komum heim var stutt í mat og krakkarnir fengu grjónagraut, við Alfreð fengum okkur pizzu með fullt af salati á og fetaosti. Ég fann til nátt fót fyrir krakkana og Alfreð burstaði tennurnar þeirra. Fór upp í rúm að horfa á HIMYM.
Föstudagur 25. Febrúar 2019. Dagur 19 í Svíþjóð.
Vaknaði fyrir 7 í dag. Hanna var vakandi og var að gera sig til fyrir vinnuna en Alfreð og krakkarnir voru enn sofandi eða upp í rúmi. Ég valdi föt á krakkana og þau klæddu sig í þegar þú vöknuðu. Síðan fórum við í strætó. Ég kom heim og hengdi upp þvott og braut saman það sem var þurrt. Fékk mér smá að borða og var aðeins i tölvunni. Síðan fór ég út og labbaði á McDonald‘s og síðan í ICA að kaupa eitthvað til að eiga að narta í um helgina. Kom heim og fór síðan fljótlega að sækja krakkana á leikskólann. Við fórum heim og naglalökkuðum okkur á meðan Alfreð var að elda. Við fengum súrdeigsbrauð í ofni með hakki, pestó, kalkún og osti. En stelpurnar vildu frekar jógúrt. Síðan horfðum vð öll saman á Christopher Robin (mynd um Bangsímon og félaga). Ég fór síðan inn í herbergi og bjó um dýnu á gólfinu þar sem Sólrún var að fara að koma til mín frá Stokhólm. Ég labbaði á móti henni út í strætóskýli og við háttuðum okkur síðan og vorum að spjalla til kl ca 2 og fórum þá að sofa.
 Laugardagur 26. Febrúar 2019. Dagur 20 í Svíþjóð.
Ég og Sólrún vöknuðum um 10:00 gerðum okkur til og fórum til Gautaborg. Löbbuðum aðeins um í Nordstan mollinu, fengum okkur crossant og hittum svo Egil (kærasta Sólrúnar) og vin hans sem býr þar. Löbbuðum öll saman um borgina og fórum síðan á kaffihús og fengum okkur köku og kaffi. Eftir það löbbuðum við upp rúmlega 200 tröppur að Skansen kronan sem er virki upp á hæð sem var byggt á 17. öldinni. Inni í því voru 23 fallbyssur en aldrei gafst tækifæri til að skjóta af þeim. Þessi bygging varð seinna fangelsi, síðan safn og í dag er þetta notað fyrir allskyns viðburði. Við löbbuðum síðan í fallegan almenningsgarð þar sem í voru selir ,mörgæsir, kanínur og fleiri dýr. Settumst á stað og fengum okkur bjór, fórum á hamborgarastað og síðan í heima ‘‘partý‘‘ hjá Íslendingum sem búa í Gautaborg. Ég og Sólrún ákváðum að taka strætó heim rétt fyrir 1 en hinir fóru á bar. Við komum við á McDonalds á leiðinni og þegar heim var komið fórum við fljótlega að sofa.
Sunnudagur 27. Febrúar 2019. Dagur 21 í Svíþjóð.
Vöknuðum um 10:00, fórum í sturtu og gerðum okkur til og fórum aftur í Gautaborg. Við hittum strákana þar og fórum saman í brunch. Það hafði snjóað ágætlega um nóttina og snjóaði smá enn og blés aðeins, bara svona ekta íslenskt veður. Okkur var smá kalt þannig við ákváðum að fara bara í  Nordstan og löbbuðum þar um og fórum í þó nokkuð margar búðir og keyptum aðeins þar. Ákveðið var að fara á PizzaHut um kvöldið þar sem það er orðin smá ‘‘hefð‘‘ hjá Agli og Sólrúnu að fara þangað þegar þau fara á nýja straði. Það var einn í mollinu en við ákváðum að fara á annan sem var rétt hjá. Komum þangað og pöntuðum matinn en komumst svo að því að það væri ekki til cheesy bites skorpa né cheesy crust þannig Sólrún bað hana að hringja á staðinn í mollinu og athuga þar því hún varð að fá þessa með cheesy bites. Þau voru með það þar þannig við löbbuðum til baka. Þegar við vorum búin að borða fórum við í 7-Eleven til að kaupa smá nammi og síðan heim að chilla og bráðum verður farið að sofa. Be kind to one and another, Góða nótt. xx
0 notes
astrososp · 6 years ago
Text
Vika #1
Virku dagarnir eru flestir mjög svipaðir hjá mér til að byrja með. Ég og Alfreð erum með krökkunum heima. Borðum saman kvöldmat og síðan fer ég inn í herbergi til að gera það sem eg þarf og langar til að gera eins og horfa á þætti eða myndir, skrifa niður fyrir bloggið, lesa bók eða annað.
Mánudagur 7. Janúar 2019. Dagur 1 í Svíþjóð.
Stillti vekjaraklkkuna mína á 08:00 og fór svo á fætur stuttu eftir það. Við Alfreð vorum heima með krakkana saman í dag og verðum með þau þessa vikuna og mánudaginn næstu viku því leikskólinn byrjar ekki fyrr en á þriðjudaginn. Alfreð eldaði hafragraut fyrir okkur og eftir morgunmatinn fór ég í sturtu. Fram að hádesgismat vorum við að perla, klippa, lita og fleira. Í hadegismat fengum við egg og ristað brauð. Eftir matinn klæddum við okkur í útiföt og fórum í göngutúr út á róló, lékum okkur í fótbolta og svo út í búð. Þegar við komum heim fengu krakkarnir heitt kakó og við Alfreð kaffi. Síðan bjuggum við krakkarnir til origami skjaldböku og froska. Krakkarnir voru rosa ágægð með froskana sína og voru að keppast um hver hoppaði lengst og hæðst. Síðan var horft á bíómynd, myndin var um litlar stuttmyndir með bílnum Krók úr Cars. Krakkarnir og ég lékum okkur saman fram að mat og í matinn í dag var fiskur og hrísgrjón. Ég kláraði að koma mér fyrir og ákvað að slaka aðeins á eftir daginn og horfa á friends þangað til ég varð þreytt og fór að sofa.                                                                                                                                                                                                                Þriðjudagur 8. Jaúar 2019                                                                                    Dagur 2 í Svíþjóð.
Vaknaði 08:00 og stuttu eftir það kom Kristján inn til mín og lagðist hjá mér í rúmið. Við láum þar og spjölluðum aðeins saman áður en við fórum á fætur. Krakkarnir borða morgunmat, ekki ég þar sem ég er að reyna að fara aftur í sömu rútínu og fyrir jól. Eftir morgunmatin var farið í föt, burstað þennur og leikið inni. Alfreð var að vinni aðeins í dag þannig ég var meira ein með krakkana. Í hádegismat fengu krakkarnir núðlur en ég fekk mér egg og brauð. Ég fór svo út á róló og í göngutúr með krakkana eftir matinn. Við spiluðum smá fótbolta og bjuggum til nokkra sandkastala. Þegar við komum til baka heim fengu við okkur restina af núðlunum og brauð með banana. Krakkarnir perluðu aðeins og lituðu. Við horfðum síðan öll á mynd saman áður en kvöldmaturinn var tilbúinn. Alfreð eldað fyrir okkur tortillur með hakki og grænmeti. Ég fór svo eftir mat inn í herbergi að setja upp yfirlit yfir árið 2019 í bullet dagbókina mína, þar sem eg var ekki búin að því. Edda Karen hringdi í mig á meðan ég var að því og við sjöllum aðeins saman í gegnum video chat a Facebook. Ég endaði daginn á að spila Ticket To Ride með Hönnu.
Miðvikudagur 9. Janúar 2019. Dagur 3 í Svíþjóð.
Vaknaði 06:00 í morgun við vekjaraklukku sem var að hringja frammi og svo stuttu seinna þá vöknuðu stelpurnar. Ég var upp í rúmi hálf vakandi til half 8 og fór þá fram úr. Dagurinn var voða svipaður hinum dögunum, borðuðum lasagne í hádegismat og eftir hann fórum við í göngutúr á leikvöll sem heitir Justin Beaver og eftir það kíktum við á bókasafnið í smá og út í búð. Tókum svo strætó til baka heim. Við lékum okkur aðeins og svo var komið að kvöldmat, það var kjúklingur með hrísgrjónum og kasjúhnetum. Ég eyddi restini af kvöldinu á netflix og fór snemma að sofa.
                                                                                                                              Fimmtudagur 10. Janúar 2019. Dagur 4 í Svíþjóð.
Sama morgun rútína og hina dagana. Um morguninn voru -6 gráður úti og nánast alveg fram að hádegi. Í hádegismat fengum við egg og beikon og eftir matinn lékum við okkur inni en fórum síðan út þegar það var aðeins farið að hlýna. Alfreð þurfti líka að vinna aðeins þannig það hentaði vel. Alfreð kom síðan út til okkar þegar hann var búinn. Þegar við vorum búin að vera dálítið úti fórum við inn og fengum mjög góða súkkulaðiköku sem Alfreð bjó til. Þetta var svona ‘‘hollustu‘‘ kaka þar sem hún var úr sætrikartöflu, banana, súkkulaði og einhverju fleira ekkert hveiti í henni né hvítur sykur. Krakkarnir fengu síðan að horfa smá á sjónvarpið áður en maturinn kæmi. Í kvöldmatinn var burger og eftir matinn fór ég að skrifa smá innkaupalista fyrir nýja húsið og horfði síðan á netflix áður en ég fór að sofa.
                                                                                                                              Föstudagur 11. Janúar 2019. Dagur 5 í Svíþjóð.
Vaknaði 07:30 í morgun. Kristján og Birta voru enn upp í rúmi og Katrín var sofandi. Morgunrútinan var sú sama nema Alfreð fór með Katrínu til tannlæknis kl 10 á meðan vorum við hin heima. Við spiluðum mastermind og svo fengu krakkarnir að velja sitthvorn þáttinn á Netflix. Við borðuðum hádegismat þegar Alfreð og Katrín komu frá tannlækninum. Leikum okkur aðeins inni og fórum svo út að leika. Krakkarnir hittu stelpu úti á róló sem var á sama aldri og Birta og voru að leika við hana þangað til við fórum heim. Þegar heim var komið var litað, perlað og leikið fram að kvöldmat. Alfreð bjó til blókmálsbotns pizzu, mig hefur alltaf langað til að smakka þannig og það var eins gott og ég hafði ímyndað mér. Hanna kom heim þegar við vorum rétt að klára að borða. Við horfðum öll saman á mynd eftir matinn. Myndin sem varð fyrir valinu var Gerge Of The Jungle.
                                                                                                                              Laugardagur 12. Janúar 2019. Dagur 6 í Svíþjóð.
Ég ákvað að nýta daginn að labba um og skoða bæinn aðeins. Vaknaði kl 9:00 og fór á fætur ca 9:20. Burstaði tennurnar, klæddi mig í föt og málaði mig. Þegar ég var tilbúin fór ég af stað niður í bæ. Það tók mig um 30 mínútur að labba í Allum shopping center hér í Partille. Ég labbaði þar um og fór inn í nokkrar búðir, fékk mér svo að borða kjklingaborgara á MAX. Hélt svo áfram að rölta um mollið og endaði að fara i ICA maxi sem er risastór matvörubúð. Ég keypti mér ekkert sérstakt þar aðallega nammi og drykki. Ég varð fyrir smá vonbrigðum af nammibarnum þar sem það var ekki mikið úrval af súkkulaði þar og þeir sem þekkja mig vita að ég elska gott súkkulaði. Mig langar ótrúlega mikið í djúpur at the moment og get ekki hætt að hugsa um þær. Ég keypti líka nokkra nocco og hér úti eru til fleiri tegundir heldur en út í búð heima eins og t.d. vatnsmelónu, hann er einn af mínum uppáhalds. Benjamin hringdi í mig meðan ég var í ICA og við töluðum saman í smá tíma. Eftir það fór ég að borga og hélt leið minni út á bókasafn þar sem Hanna og Alfreð voru með krakkana. Ég ákvað að fara heim með pokana og slaka aðeins á eftir daginn og svo var ég líka með verki í bakinu. Ég fékk lyklana hjá þeim og tók strætó til baka. Kom heim gekk frá dótinu sem ég var að kaupa og fór að horfa á How I Met Your Mother og éta nammi. Ég sofnaði í smá og þegar ég vaknaði var alveg að koma matur. Við fengum fisk í kvöldmatinn og fullt af ávöxtum og grænmeti. Eftir matinn spiluðum við nokkur spil áður en krakkarnir fóru upp í rúm. Ég fór svo inn í herbergi að horfa á H.I.M.Y.M.
                                                                                                                              Sunnudagur 13.janúar 2019. Dagur 7 í Svíþjóð.
Í dag vaknaði ég 09:00 en fór ekki á fætur fyrr en 10:00, fór í sturtu og fékk mér svo egg og beikon í morgunmat sem Alfreð gerði. Eftir matinn bjó ég til janúarmánuð í bullet journal bókina mína (betra er seint en aldrei). Krakkarnir voru að mála og lita á meðan. Ákveðið var að fara í bíó í dag að sjá Mary Poppins, við gerðum okkur til og röltum siðan af stað í strætóskýlið. Tókum strætó áleiðis og síðan sporvagn eftir það. Þegar við komum í bíóið keyptum við okkur popp, gos og nammi og fórum síðan inní sal. Eftir myndina borðuðum við á veitingastað sem var í sama húsi og bíóið. Ég fékk með pasta með spínati og týgrisrækjum, Hanna hamborgara, Alfreð steik og krakkarnir spaghetti. Maturinn smakkaðist bara nokkuð vel og allir sáttir. Það hefði samt mátt vera sósa með mínu pasta frekar en einhver sítrónu chili olía, ég vil hafa sósu með öllu þar sem ég elska sósu og sérstaklega elska ég hvítlaukssósuna frá Shake and Pizza. Mamma þekkir það vel, nota sósuna með gjörsamlega öllu þegar ég er heima, hahah. Við héldum síðan heim á leið eftir matinn og vorum komin heim rétt um 20:00. Þá fór ég inn í herbergi og skrifaði vikubloggið og ég ætla síðan að enda daginn á að horfa á nokkra þætti eða mynd á Netflix það er nefnilega fullt af skemmtilegu inná Sænska Netflix sem er ekki heima.
Ég segi þetta gott þessa vikuna, takk fyrir mig og góða nótt. Ást og friður xx
0 notes