Öll ljóðin á þessari síðu eru mín eigin. Hvers kyns birting á þeim án þess að geta höfundar er óheimil.
Don't wanna be here? Send us removal request.
Photo
Fyrsta ljóðabókin mín, Orð, er loksins tilbúin. Þeir sem kunna að hafa áhuga á henni geta skoðað linkinn hér fyrir neðan:
My first poetry book, entitled Orð (Words), is finally ready. Those who might be interested can look at the link below:
http://www.facebook.com/groups/1431641447052180/
#book#publishing#book publishing#poetry#poem#poems#poetry book#bók#ljóð#íslenska#Ísland#iceland#icelandic#words
5 notes
·
View notes
Text
Hafið
Fátt er eins fagurt og hafið hyldýpi sortans sem þó á sér ljós Er geislar sólar ljúka því upp sem hvað dýpst var grafið og regnbogi myndast við hinn hverfula ós
21 notes
·
View notes
Text
Heimsálfur
Sá er aldrei skoðað hefur heiminn í hjarta sínu ekki nema hálfur Einmanna hann eilíflega er sjálfur og ekki nema í besta falli dreyminn
En þar sem ber af göldrum kvöldið keiminn og kynleg elskast strönd og öldugjálfur Einn þar stendur hnarreistur heimsálfur og horfir upp í stjörnubjartan geiminn
2 notes
·
View notes
Text
Undir hulu tímans
Ef tímann ég kynni að temja, við tröllvaxna krafta að semja, og alheimsins helju að hemja í hjartanu finndi þá trú
Við endimörk sjávar og stjarna svartnættis, sólar og varna Við sál minnar kviku og kjarna, kynlegir tónar og þú
2 notes
·
View notes
Text
Öldurót
Aldan mót himni sig hífir er hafið sig urrandi ýfir En mjallhvítum mávinum hlífir máninn þá heldimmu nótt
Í margbrotið myrkrið þér dýfir þó meinlega skuggana klífir og hátt yfir hugsun þú svífir himintungl veita þér þrótt
3 notes
·
View notes
Text
Myrkur
Undir sólinni er skuggi
sem tælir mig til sín
og ég fell í myrkrið
til þín
0 notes
Note
Your poems are lovely. It's perfect.
Thank you, I appreciate the compliment.
0 notes
Text
Regnskógur
Taumlausir draumar og trylltir Takturinn hrifsar öll völd Skuggarnir skrumskældir, villtir Skrímslin þau ráða í kvöld
Í hjartanu draugarnir dansa í dimmunni kyrja þeir hljótt Heitar á holdinu glansa hrímhvítar perlur í nótt
3 notes
·
View notes
Text
Hyldýpi
Myrkrið mjúka smýgur mitt í hjartans gjá Hugsun hærra flýgur, hvísl um gamla þrá
Hærra, hamra klífur hverfur, fellur hljótt Fugl í fjarska svífur Feigðar kalda nótt
2 notes
·
View notes
Text
Bak við augnaráð alheimsins
Orðin örvuð sveima eirðarlaus og dreyma enn um holdsins heima heit um nætur streyma
1 note
·
View note
Text
Skúffan
Í lítilli skúffu í miðju hjartans
geymi ég drauma
Í lítilli skúffu í miðju hjartans
geymi ég þrá
Í lítilli skúffu í miðju hjartans
geymi ég orðin
sem ég átti en mátti ekki sjá
26 notes
·
View notes
Text
Hret
Stormar arga, skeykir hríð stofna, þök og glugga Himintunglin herja stríð hrekja burtu skugga
0 notes
Text
II
Ef ég hvísla harmakvein hljótt í skjóli nætur Skjótt þá vinna skrímslin mein við sálarinnar rætur
"Tunglið, tunglið, taktu mig," tryllt í næturhúmi "Ég skal ætíð finna þig," ást í tíma og rúmi
5 notes
·
View notes
Text
Takk
Lífið er afskaplega langvarandi ljóð Eins og í öllum ljóðum sem eitthvað er varið í eru stormar og bylir en stundum styttir upp Þú færðir mér sólina
5 notes
·
View notes
Text
Straumar
Undir enda regnbogans ennþá leynast draumar Hjarta rekur rogastans Rísa hafsins straumar
Fuglinn stígur feigðardans, faldir vangans taumar Grimm er girndin, nóttin hans, glóð í hjarta kraumar
3 notes
·
View notes
Text
IV
Ljúfir draumar leyna lymsku gleymdra daga Þyrnar rósa reyna rándýrið að aga
Löng er brautin beina beygð um grýtta haga En sól má sífellt greina og skugga burtu draga
Það er lífsins saga
7 notes
·
View notes
Photo
New ink!
Vegvísir: "Ber staf þennan þá þú ferðast og munt þú trauðla villast, hvorki í roki né vonskuveðrum. Eins munt þú ávallt rata þó á ókunna slóð farir. Þú gifturíka ferð munt gjöra. Þér ferðin gagnast vel og þú góðrar heimkomu njóta"
Guide post (Viking compass): "Carry this rune when you travel, and you won't get lost, neither in storms nor bad weathers. You will always find your way even while travelling through unknown places. You will have a pleasant journey. Your journey will prove successful and your return will be good"
19 notes
·
View notes