#íslensk ljóð
Explore tagged Tumblr posts
icelandicpoetry · 7 years ago
Text
“Nú skil ég stráin, sem fönnin felur og fann þeirra vetrarkvíða. Þeir vita það best, sem vin sinn þrá, hve vorsins er langt að bíða. Að haustnóttum sá ég þig sigla burtu, og svo komi hinn langi vetur. Þótt vald hans sé mikið, veit ég þó, að vorið, það má sín betur. Minningin talar máli hins liðna, og margt hefur hrunið til grunna... Þeir vita það best, hvað vetur er, sem vorinu heitast unna. En svo fór loksins að líða að vori og leysa mjallir og klaka. Ég fann, að þú varst að hugsa heim og hlaust að koma til baka. Þú hlýtur að vera á heimleið og koma með heita og rjóða vanga, því sólin guðar á gluggann minn, og grasið er farið að anga. “ - Davíð Stefánsson, Nú skil ég stráin
20 notes · View notes
ib2se · 5 years ago
Audio
The B:sides-Playlist 2019-12-09 @ Radio Vättervåg 98,5 Mhz
This week: B:sides goes Heim
starter: 'B:zväng' TextMix & reading af MrZ Komposition & Produktion af SkåneJokke Lütz [0:41]
Tracklist 01. 'Í Annan Heim' af Rökkurró [5:30] 02. 'Motif' af Heim [3:07] 03. 'Fjórir söngvar við pólsk og íslensk ljóð: Mazurka eftir Chopin' from I Call It af Atli Heimir Sveinsson + Kammersveit Reykjavíkur & Rannveig Fríða Bragadóttir [6:40] 04. 'Fara' af Heim | Jonas Andersson [3:54] 05. 'Black Seas' from Break the Dawn [ released April 2020 ] af iyatraQuartet [3:46] 06. 'Jett' af Heim [3:58] 07. 'Heimr Àrnadalr' from Frost / Frozen af (Jean-)Christophe Beck [1:25] 08. 'Nalta' af Heim [4:12] 09. 'Heima' from Saman af Hildur Guðnadóttir [4:25] 10. 'Annersia' af Heim [6:27] 11. 'Heima' af Sigur Rós [3:58] 12. 'Imma' af Heim [5:53] 13. 'Söngur Dimmalimmar' from Fagur Fiskur Í Sjó af Edda Heiðrún Backman & Atli Heimir Sveinsson [4:41]
2 jingles from
B:sides on Spotify
DAGENS SYNAXARIUM
This weeks BibleVerses:
"
Even the sparrow has found a home, and the swallow a nest for herself, where she may have her young — a place near your altar, Lord Almighty, my King and my God.”
~
Psalm 84:3
"
At that time I will gather you; at that time I will bring you home. I will give you honor and praise among all the peoples of the earth when I restore your fortunes[a] before your very eyes,” says the Lord.”
~
Zephaniah 3:20
Drink Espresso - God bless U! /MrZ :)
www.ib2.se
Soli Deo Gloria
Join Generation XYZ @ gen.xyz
GDPR
Z
1 note · View note
icelandicpoetry · 8 years ago
Text
“Það vex eitt blóm fyrir vestan, og vornóttin mild og góð kemur á ljósum klæðum og kveður því vögguljóð. Ég ann þessu eina blómi, sem aldrei ég fékk að sjá. Og þangað horfir minn hugur í hljóðri og einmana þrá. Og því geng ég fár og fölur með framandi jörð við il. Það vex eitt blóm fyrir vestan og veit ekki, að ég er til.” - Steinn Steinarr, Það vex eitt blóm fyrir vestan
23 notes · View notes
icelandicpoetry · 9 years ago
Quote
Vektu ekki fiðrildið sem sefur á veggnum. Því var aðeins gefinn þessi eini dagur til að dreyma.
Ingibjörg Haraldsdóttir, Fiðrildi
21 notes · View notes
icelandicpoetry · 11 years ago
Quote
Þokan yfir vík og vogi votu fangi þögul grúfir, gnauðar fyrir svölum sandi sjór, en þegja vindar ljúfir. Báran smáa strýkur steini (steinn er fyrir þangi bleikur) eins og sér á köldum karli konan ung að hári leikur. Hvað er á vogi? hafmey fögur! hratt hún fer og snýr að landi, leika fyrir björtu brjósti bárur ungar sívakandi. Skáldið: Hafmey fögur! hvaða, hvaða! hárið bleikt af salti drýpur; vel skal strjúka vota lokka vinur þinn, sem hjá þér krýpur. Sæunn: Djúpt á mjúkum mararbotni marbendlar mér reistu höllu; hingað svam eg hafs um leiðir, hárið er því vott með öllu. Skáldið: Hafmey fögur! hvaða, hvaða! hönd og fótur – aldrei slíka sá eg mynd í sólarheimi, sinn þau eiga hvurgi líka. Sæunn: Ein er gyðjan öllum fremri áður löngu úr hafi gengin, fljóða prýði, fíra gleði, fegri mér, og síðan engin. Skáldið: Hafmey fögur! hvaða, hvaða! háls og brjóst að þúsundföldu álitlegri eru og skærri en „Albert“ hjó úr steinum völdu. Sæunn: Ástarguð við brjóst mér beygði boga sinn í fyrri daga, fyrirmynd því fann hann enga fegri – það er gömul saga. Skáldið: Hafmey fögur! hvaða, hvaða! köld er þú sem mjöll á ísi, engi roði kviknar á kinnum, kærum yl þótt augun lýsi. Sæunn: Bý eg undir kristallkrossi, kaldri skemmu straumar svala; bleikar eru bárudætur, blóðið er rautt í þernum dala. Skáldið: Hafmey fögur! hvaða, hvaða! hjartað berst og slær af mæði; hallaðu að mér höfði þínu, hvíldu þig svo og þiggðu næði. Sæunn: Hjartað berst og hjartað titrar, hjartað slær og berst af mæði, því eg ann þér miklu meira, mannsmynd kær! en um eg ræði.
-Jónas Hallgrímsson, Sæunn hafkona (1843)
23 notes · View notes