Don't wanna be here? Send us removal request.
Text
Erum flutt!
Gagnaeyðing er flutt yfir götuna, á Bæjarflöt 7. Breytingin fyrir þig er að taka vinstri beygju inn á lóðina í stað hægri beygju. Þessi nýja aðstaða býður upp á ýmsar nýjungar, en helst er að nefna Sjónarhól, þar sem viðskiptavinir geta fylgst með eyðingu gagna sinna í gegnum öryggisgler í stað þess að horfa á tölvuskjá. Við höldum áfram að þróa aðstöðuna að þörfum viðskiptavina og starfsmanna og fögnum öllum ábendingum. Við hlökkum til að sjá þig á Bæjarflöt 7 og að geta veitt þér sífellt betri þjónustu.
0 notes
Text
Nýr tætari á nýju ári
Gagnaeyðing eignaðist nýlega splunkunýjan tætara sem tætir harða diska og aðra rafaræna miðla í 4x4 mm stærð. Þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem boðið er upp á svo smáa tætingu. Hægt er að flytja tætarann milli staða og því býður Gagnaeyðing nú í fyrsta skipti þá þjónustu að koma til fyrirtækja og stofnana og tæta á staðnum. Um þessar mundir stendur yfir kosning innanbúðar hjá Gagnaeyðingu um nafn á nýju græjuna. Nafnið Shredward Scissorhands hefur sem stendur vinninginn.
Öryggi upplýsinga hefur aldrei verið mikilvægara í heimi þar sem upplýsingar gegna sífellt mikilvægara hlutverki. Afleiðingar þess að missa upplýsingar í hendur óviðkomandi geta verið alvarlegar fyrir fyrirtæki og stofnanir. Ýmsir hagsmunir geta skaðast, þar á meðal hagsmunir viðskiptavina eða skjólstæðinga. Erfitt getur reynst að vinna upp traust og orðspor á ný. Lög margra landa krefjast þess að fyrirtæki geri viðeigandi ráðstafanir til að verjast stuldi á persónugreinanlegum upplýsingum. Breytt lagaumhverfi þýðir að það getur varðað háum sektum að fara óvarlega með gögn. Stundum vill brenna við að eyða svokölluðum endabúnaði, til dæmis hörðum diskum, með öruggum hætti og í samræmi við kröfur til eyðingar. Þetta er þó ekki síður mikilvægt en örugg varðveisla gagnanna.
Örugg eyðing gagna
0 notes
Text
Gleðileg jól!
Gagnaeyðing óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Við hlökkum til frekari viðskipta á nýju ári.
Jólakveðja, Starfsfólk Gagnaeyðingar
Mynd: Nicola
0 notes
Text
Nýjungar í vottun Gagnaeyðingar
Kröfurnar sem gerðar eru til þeirra fyrirtækja sem vottuð eru af NAID breytast ár hvert. NAID, sem eru alþjóðleg samtök fyrirtækja sem eyða gögnum, uppfærir kröfurnar í takti við þróun á markaði og ráðleggingar færustu sérfræðinga heims á þessu sviði.
Meðal uppfærðra krafna sem Gagnaeyðing þarf að mæta á þessu ári er að senda þarf tætta harða diska og málma í endurvinnslu hjá fyrirtæki með ISO 14000 vottun.
Önnur nýleg breyting á verklagi hjá Gagnaeyðingu vegna breyttra krafna NAID er að nú ber að staðfesta raðnúmer allra harðra diska sem við eyðum. Óski viðskiptavinir ekki eftir því að við staðfestum raðnúmerin þá stimplum við á þjónustubeiðnirnar skilaboð þar um.
Örugg eyðing gagna
youtube
0 notes
Text
Frábærri Hollandsferð Gagnaeyðingar lokið
Starfsfólk Gagnaeyðingar er komið aftur til vinnu endurnært eftir frábæra árshátíðar- og vinnuferð til Hollands.
Eftir ljúffengan árshátíðarkvöldverð, slökun og skemmtun í Amsterdam þá heimsótti hópurinn meðal annars fyrirtæki sem taka á móti pappír og öðru efni til endurvinnslu. Starfsfólk Gagnaeyðingar leggur sig fram um að senda sem mest efni til endurvinnslu og því var afar fróðlegt og skemmtilegt að fá að litast um í risastórum vinnslusölunum og ræða við fagmenn um hvernig sé best að flokka og ganga frá efninu.
Á myndinni má sjá Guðbjörgu Björnsdóttur fjármálastjóra og Berglindi Jónsdóttur verkefnastjóra.
Við viljum þakka öllum þeim sem sýndu okkur biðlund og skilning á meðan Gagnaeyðing var lokuð.
Örugg eyðing gagna
0 notes
Text
Gagnaeyðing lokuð 18.-22. maí
Kæru viðskiptavinir, Gagnaeyðing verður lokuð frá 18. maí til og með 22. maí vegna árshátíðar- og vinnuferðar starfsfólks til Hollands. Þar munum við gera okkur glaðan dag og heimsækja samstarfsaðila okkar. Ef þið hyggist koma með gögn til eyðingar fyrir þennan tíma, þá er móttakan opin til kl. 17:00 miðvikudaginn 17. maí. Einnig erum við byrjuð að taka niður pantanir um þjónustu eftir 22. maí. Best er að senda tölvupóst á [email protected] eða hringja í síma 568 9095. 23. maí verðum við svo komin aftur til starfa endurnærð og full af hollenskum innblæstri. Örugg eyðing gagna
0 notes
Text
95,5% endurunnið
Gagnaeyðing® leggur mikið upp úr umhverfisvernd og fyrirtækið hefur það að markmiði að endurvinna sem mest efni sem kemur inn til eyðingar. Við tökum því árlega saman tölur um endurvinnsluhlutfall. Árið 2016 var endurvinnsluhlutfallið 95,5%. Undanfarin ár höfum við náð að halda hlutfallinu milli 95% og 98%, oftast nær er það um 97%, og erum við mjög stolt af þeim árangri. Við stefnum á að hækka endurvinnsluhlutfallið aftur á þessu ári og ætlum að leita leiða til að koma einhverju af því sem nú er urðað í endurvinnslu.
Á árinu munum við einnig uppfylla nýja kröfu NAID um að tættur vélbúnaður sé eingöngu sendur til ISO 14000 vottaðs fyrirtækis.
Örugg eyðing gagna
0 notes
Text
Örugg eyðing gagna
Gagnaeyðing® er vottuð af NAID, alþjóðlegum samtökum fyrirtækja sem bjóða eyðingu trúnaðargagna og annarra verðmæta. Vottunin byggir á ítarlegum kröfum til starfseminnar og er endurnýjuð á hverju ári, nú síðast í október. Alltaf er því hægt að treysta á að Gagnaeyðing® bjóði örugga og vottaða eyðingu á trúnaðargögnum.
Margir viðskiptavina okkar eru með innri verkferla og gæðakerfi sem krefjast þess að þeir kynni sér vandlega hvernig rétt er staðið að eyðingu trúnaðargagna. Við fögnum sl��kum heimsóknum sem fer fjölgandi með aukinni vitund og vaxandi fagmennsku innan fyrirtækja. Vottun NAID virkar þannig að Gagnaeyðing® vinnur eftir kröfum um verklag sem NAID setur fram. Kröfurnar hafa verið þróaðar í fjölda ára og með samvinnu sérfræðinga í bransanum sem fylgjast náið með þróun mála. Þær taka því árlega einhverjum breytingum. Annað hvert ár kemur fulltrúi NAID, tekur út starfsemi Gagnaeyðingar® og fylgist með að farið sé í einu og öllu eftir kröfum vottunarinnar. Auk þess megum við hvenær sem er eiga von á fyrirvaralausri úttekt.
Gagnaeyðing® hefur hlotið vottun NAID árlega frá árinu 2008, þá flutti starfsemin í húsnæði sem var sérhannað til að mæta kröfum vottunarinnar. Við höfum því mikla og góða reynslu af því að vinna eftir ströngustu kröfum og erum eina fyrirtækið á landinu vottað í eyðingu trúnaðargagna.
Örugg eyðing gagna
0 notes
Photo
Sigríður Olgeirsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka, og Rúnar Már Sverrisson, framkvæmdastjóri Gagnaeyðingar, í 25 ára afmæli Gagnaeyðingar.
0 notes
Text
Punktar úr erindum í afmæli Gagnaeyðingar®
Við hjá Gagnaeyðingu® viljum þakka öllum sem fögnuðu með okkur í 25 ára afmælinu fyrir stuttu og þeim sem sendu okkur hlýjar kveðjur í tilefni dagsins. Við erum afskaplega stolt af því að hafa boðið upp á örugga leið til að eyða gögnum í 25 ár.
Við höfum fengið fjölmargar fyrirspurnir um að birta punkta úr erindunum sem flutt voru í afmælsveislunni og höfum því fengið góðfúslegt leyfi frá Dr. Ross Federgreen til að birta glærurnar hans og frá Sigríði Olgeirsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Íslandsbanka, um að birta punktana hennar.
Dr. Ross Federgreen fjallaði um nýju persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins og CSR Readiness®, vettvang sem gagnast við að leggja mat á stöðu upplýsingaöryggis og persónuverndar og leiðbeinir um úrbætur. Hér má sjá punkta úr erindinu hans.
Sigríður Olgeirsdóttir fjallaði um afstöðu Íslandsbanka til upplýsingaöryggis og persónuverndar, en Íslandsbanki hefur um langt skeið verið mjög framarlega á þessu sviði. Hér má sjá punkta úr erindinu hennar.
Bæði erindin voru stórfróðleg og í þeim má finna punkta sem ættu að gagnast öllum sem þurfa að huga að þessum málum í sínum störfum.
Ef þið hafið einhverjar spurningar um Gagnaeyðingu® eða CSR Readiness® þá ekki hika við að senda okkur línu á [email protected] eða hringja í síma 568 9095.
Örugg eyðing gagna
0 notes
Text
Gagnaeyðing® 25 ára!
Gagnaeyðing® fagnar um þessar mundir 25 ára afmæli fyrirtækisins og af þvi tilefni munu Dr. Ross Federgreen og Rúnar Már Sverrisson, framkvæmdastjóri Gagnaeyðingar®, kynna nýja vefþjónustu, CSR Readiness®. Þjónustan gefur fyrirtækjum og stofnunum kost á að meta hversu tilbúin þau eru fyrir nýja persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins sem tekur gildi á næsta ári.
CSR Readiness® er einstök þjónusta sem löguð hefur verið að íslenskum aðstæðum og lagaumhverfi, en jafnframt hinum nýju lögum ESB sem gert er ráð fyrir að taki gildi hér á landi í maí 2018. Notendur svara spurningalista og í samræmi við þau svör sem gefin eru fá þeir leiðbeiningar og aðgang að fylgiskjölum sem nýtast til að breyta og bæta verkferla og mæta þeim ströngu kröfum sem gerðar eru með nýju löggjöfinni. Hér má sjá nánari upplýsingar um CSR Readiness®.
Hófið fer fram, þriðjudaginn 10. janúar, í veislusal Happs á Höfðatorgi, Katrínartúni 2. Af þessu tilefni er Dr. Ross Federgreen staddur á landinu og mun hann flytja erindi um hina nýju löggjöf Evrópusambandsins um persónuvernd. Dr. Federgreen hefur starfað við upplýsingaöryggi í 35 ár. Fyrirtæki hans CSR Professional Services, Inc. þjónar fjölda alþjóðlegra fyrirtækja á sviði upplýsingastjórnunar og varðveislu persónuupplýsinga, m.a. Fortune 50, fjármálastofnunum og ríkisstofnunum.
Rúnar Már Sverrisson er stofnandi og framkvæmdastjóri Gagnaeyðingar®. Hann mun flytja erindi um CSR Readiness®.
Sigríður Olgeirsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka segir frá afstöðu bankans til upplýsingaöryggis og persónuverndar.
Að auki mun Einar Clausen söngvari flytja nokkur vel valin lög.
Það væri frábært að sjá þig á þriðjudaginn í góðum félagsskap í fallegu umhverfi.
Gagnaeyðing® var stofnuð í desember 1991. Fyrir þann tíma var algengast að trúnaðargögn væru brennd eða urðuð. Gagnaeyðing® býður í dag eyðingu í vottaðri aðstöðu á Bæjarflöt 4, Reykjavík með fullkomnum tölvustýrðum vélum og starfsfólki sem hefur fengið sérstaka þjálfun til að taka á móti og eyða trúnaðargögnum.
Bestu kveðjur, starfsfólk Gagnaeyðingar®
0 notes
Photo
0 notes
Text
Gleðilega hátíð!
Gagnaeyðing® óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Opnunartími Gagnaeyðingar® er óbreyttur yfir hátíðarnar, eða frá 8:30-17 alla virka daga, nema lokað verður annan í jólum, mánudaginn 26. desember.
0 notes
Text
Vel heppnuð heimsókn nema í upplýsingafræði
Nemendur í upplýsingafræði við Háskóla Íslands komu í fróðlega og skemmtilega vísindaferð í Gagnaeyðingu® í byrjun nóvember. Það var okkur sönn ánægja að taka á móti þessum frábæra hópi enda með eindæmum vel upplýstur og forvitinn um hina ýmsu þætti starfsseminnar, upplýsingaöryggi og eyðingu gagna með öruggum hætti. Nemendurnir fengu leiðsögn um afmörkuð svæði fyrirtækisins þar sem gestum er heimill aðgangur og fengu að fylgjast með eyðingu vélbúnaðar. Þeir fræddust einnig um aðra þjónustu sem Gagnaeyðing® er með í undirbúningi svo sem skönnunarþjónustu og aðstoð við sjálfsmat á öryggi persónuupplýsinga hjá fyrirtækjum svo eitthvað sé nefnt. Að lokum var boðið upp á léttar veitingar og spunnust þá líflegar umræður um ýmislegt tengt gagnaöryggi og nýrri persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins.
Við þökkum Katalogos, nemendafélagi upplýsingafræðinema, kærlega fyrir heimsóknina og hlökkum til þeirrar næstu.
0 notes
Photo
Hluti hópsins ásamt Rúnari Má Sverrissyni, framkvæmdastjóra Gagnaeyðingar, og Guðbjörgu Björnsdóttur fjármálastjóra.
0 notes
Text
Af hverju eyða ætti öllum gögnum, ekki bara sumum
Flestir geta verið sammála um að öryggi gagna myndi aukast ef meðhöndlun þeirra færi ávallt eftir fyrirfram ákveðnum ferlum og að hættan á mannlegum mistökum væri lágmörkuð. Þetta segir Bob Johnson, framkvæmdastjóri NAID, í nýlegum pistli á heimasíðu samtakanna.
Þar á hann við að starfsmaður gæti viljandi eða óafvitandi stofnað gagnaöryggi í hættu sé honum falið að ákveða hvort gögnum sé eytt með öruggum hætti eða bara hent. Margir starfsmenn hafa t.d. ekki hlotið sérstaka þjálfun í að meta hvaða gögn geta verið viðkvæm trúnaðargögn. Þá geta störfum hlaðnir starfsmenn kannski ekki alltaf tekið sér tíma í að velta því fyrir sér hvort eigi að henda eða tæta. Slíkar aðstæður eru ekki ákjósanlegar fyrir öryggi trúnaðarupplýsinga fyrirtækja, stofnana og viðskiptavina.
Eina leiðin til að tryggja öryggi trúnaðargagna sé því að hafa fyrir reglu að láta eyða öllum gögnum sem fyrirtæki eða stofnanir ætla ekki að geyma lengur.
0 notes
Text
Gagnaeyðing ehf. vann mál þann 7.5.2015 fyrir Hæstarétti
Gagnaeyðing ehf. vann í gær (7.5.2015) mál fyrir Hæstarétti vegna ólögmætrar notkunar fyrirtækis á Akureyri á heitinu Gagnaeyðing Norðurlands. Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra frá því í fyrra þessa efnis. Jafnframt er óheimilt að nota önnur auðkenni sem innihalda vörumerkið og firmaheitið Gagnaeyðing. Þetta á við hvort sem er á bréfhausum, nafnspjöldum, í kynningu, munnlegri eða skrifaðri, á heimasíðu, í auglýsingum eða á annan hátt.
Í dómi héraðsdóms segir að Gagnaeyðing ehf. hafi sannarlega notað orðið í heiti sínu og kynningum á fyrirtækinu í meira en tuttugu ár. Orðið hafi ekki verið notað í íslensku ritmáli fyrr en Gagnaeyðing ehf. hafi byrjað að nota það. Taldi héraðsdómur ljóst að starfsemi Gagnaeyðingar ehf. sé orðin þekkt meðal þeirra sem líklegir séu til að vilja nýta sér þjónustu á sviði eyðingar gagna, enda hafi fyrirtækið kynnt starfsemina með þessu heiti í auglýsingum og blaðaviðtölum. Þá hafi Gagnaeyðing ehf. frá árinu 2008 eitt íslenskra fyrirtækja haft sérstaka vottun alþjóðlegra samtaka fyrirtækja sem bjóða upp á örugga eyðingu trúnaðargagna. Því hafi notkun heitisins Gagnaeyðing Norðurlands brotið gegn vörumerkjarétti Gagnaeyðingar ehf.
Í rökstuðningi Gagnaeyðingar ehf. fyrir dómi kom meðal annars fram að líkindi með heitunum Gagnaeyðing og Gagnaeyðing Norðurlands séu augljós. Merki þess síðarnefnda feli í sér merki Gagnaeyðingar í heild sinni auk landfræðilegs heitis. Gagnaeyðing ehf. hefur boðið þjónustu sína á Norðurlandi síðan 2010 og því getur notkun orðsins gagnaeyðing í nafni annars fyrirtækis valdið ruglingi. Gagnaeyðing ehf. hefur í meira en tuttugu ár byggt upp orðspor og unnið vörumerkinu viðskiptavild. Því var það mat fyrirtækisins fyrir dómi að notkun annarra á auðkenninu feli í sér ólögmæta viðskiptahætti sem séu til þess fallnir að afla viðskipta með ótilhlýðilegum hætti á kostnað áralangrar markaðssetningar Gagnaeyðingar ehf.
Eiganda Gagnaeyðingar Norðurlands var bæði fyrir héraðsdómi og Hæstarétti gert að greiða Gagnaeyðingu ehf. bætur vegna málskostnaðar.
Nánari upplýsingar um málið veitir Rúnar Már Sverrisson, framkvæmdastjóri Gagnaeyðingar ehf. í síma 897 0713.
Linkur á dóm Hæstaréttar: http://haestirettur.is/domar?nr=10419
0 notes