#hugsmiðjan
Explore tagged Tumblr posts
Text
Andri Már ráðinn til Hugsmiðjunnar
Andri Már Kristinsson hefur verið ráðinn til Hugsmiðjunnar ehf. þar sem hann mun starfa sem ráðgjafi í stefnumótun og markaðssetningu á vefnum.
Andri er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur yfir tíu ára reynslu af markaðsmálum.
Eftir þrjú ár í markaðsdeild Nýherja hóf Andri störf hjá Google sem sérfræðingur í auglýsingaþjónustu fyrirtækisins, Google AdWords. Í kjölfarið varð hann framkvæmdastjóri vefmarkaðsfyrirtækisins Kansas sem rann saman við markaðsstofuna Janúar árið 2014. Nú síðast starfaði Andri hjá Landsbankanum og bar m.a. ábyrgð á vefmarkaðssetningu bankans.
Andri Már Kristinsson: „Ég er ánægður að vera kominn til Hugsmiðjunnar og er spenntur fyrir að taka þátt í þeim verkefnum sem framundan eru. Stafrænar lausnir gegna sífellt stærra hlutverki í daglegu lífi okkar. Við eigum samskipti, leitum, verslum, horfum, bókum og lærum í gegnum hinar ýmsu stafrænu þjónustur. Hugsmiðjan hefur mikinn metnað að skapa frábært stafrænt efni og verða leiðandi á því sviði en ég trúi því að markaðsmál eigi og muni fyrst og fremst snúast um notendaupplifun í hinum stafræna heimi.“
Andri mun ásamt Margeiri Ingólfssyni leiða nýtt teymi innan Hugsmiðjunnar sem mun veita þjónustu í markaðssetningu á netinu og við stefnumótun í vef- og markaðsmálum.
Ragnheiður Þorleifsdóttir, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar: „Ráðning Andra til Hugsmiðjunnar er liður í efla til muna það teymi sem sinnir stefnumótun og markaðssetningu á vefnum fyrir okkar mikilvægustu viðskiptavini. Það er mikil eftirspurn eftir þessari þjónustu og við erum því virkilega ánægð með liðsaukann. Framtíðin er björt hjá Hugsmiðjunni með öflugt starfsfólk á öllum sviðum vef- og markaðsmála.“
2 notes
·
View notes
Link
Snilld að félagsmenn SVEF skyldu kjósa vefinn okkar hjá Hugsmiðjunni sem athyglisverðasta vefinn þetta árið. Ekki slæmt að fá þennan heiður frá fólkinu í bransanum.
0 notes
Text
Við kennum þér allt sem við kunnum
Við viljum hjálpa þér að að læra á nýja tækni, ná meiri árangri og gera þig í leiðinni að verðmætari starfskrafti.
Þróunin á netinu er gríðarlega hröð og mörg fyrirtæki sitja eftir án þess að nýta tækifærin sem eru til staðar. Lærðu að markaðssetja eins og árið sé 2017 en ekki 2007.
Námskeið Vefakademíunnar í haust
Samfélagsmiðlun sem virkar
Náðu forskoti með mikilli útbreiðslu og lægri kostnaði en með hefðbundinni markaðssetningu.
„TAKK! Þetta námskeið var alveg frábært. Ég sat a.m.k. límd í stólnum, nýjar víddir að opnast.“
Google sem auglýsingamiðill - Google AdWords
Vertu sýnilegur þegar það skiptir máli og mældu hvað hver einasta króna skilar þér.
„Skýrt og mjög hagnýtt námskeið.“
Skrifað fyrir fólk og leitarvélar
Mikilvægasti þáttur í leitarvélarbestun er gott efni. Við kennum bestu aðferðir í vefskrifum og gefum innsýn í það hvernig leitarvélabestun nýtist í skrifum fyrir vefinn.
„Fróður kennari, gott umhverfi og góðar veitingar.“
Lærðu að nýta Google Analytics
Hættu að giska á hvað virkar og hvað virkar ekki. Lærðu að lesa í gögnin á bakvið vefinn þinn.
„Vel útskýrt, vel farið yfir og góð svör.“
Námskeið Vefakademíunnar eru fyrir vefstjóra, markaðsstjóra, einyrkja og aðra þá sem vinna við vefmál í fyrirtækjum og vilja vaxa í starfi en þau eru einnig fyrir alla þá sem hafa áhuga á að starfa innan þessa geira.
1 note
·
View note
Text
Ratað í Analytics-skóginum
Við þekkjum öll Google Analytics skýrslutólið og notum það náttúrulega á hverjum einasta degi til að kafa ítarlega ofan í það hvað notendur okkar eru að gera á vefnum, enda einfalt og þægilegt.
Eða, svona næstum…
Meinið með Analytics er að þar er verið að birta svo margs konar upplýsingar sem hægt er að rýna í frá svo ólíkum sjónarhornum, að viðmótið hefur með tímanum orðið það flókið að varla glyttir lengur í skóginn fyrir trjám.
Hönnuðirnir hjá Google eru reyndar að kynna nýja viðmótsnálgun á Analytics skýrslurnar sem mun seytla inn hjá okkur notendum á næstu vikum (og einhver atriði sem þeir nefna hafa þegar skotið upp kollinum). Vonandi verður sú yfirhalning til bóta og þessi fyrstu skjáskot af nýju viðmóti lofa góðu.
En þó viðmótið batni breytir það því ekki að það krefst yfirlegu og skipulagningar að draga fram réttu gögnin. Þar er í raun aðalspurningin hvað átt er við með „réttu gögnunum“ – trúlega eru það þær upplýsingar sem eru okkur mikilvægastar á hverjum tíma, en stundum sjáum við auðvitað ekki fyrr en eftir á hvað hefði verið gagnlegt að vita aðeins fyrr…
Þá getur verið gott að fá óháðan aðila á borð við Hugsmiðjuna til að fara yfir gögnin; taka út núverandi mælingar og uppsöfnuð gögn, kanna hvort eitthvað þurfi að laga uppsetninguna auk þess að stilla upp sérunnum skýrslum eða mæliborðum (e. dashboard) til að auðvelda reglulega eftirfylgni.
Fyrir utan það að fylgjast með beinhörðum sölum (þar sem um slíkt er að ræða) má nota Analytics mælingar og skýrslur til að fylgjast með atriðum á borð við;
Að hvaða efnisorðum eru notendur að leita inni á okkar vef og á hvaða síðum eru þeir staddir þegar þeir fara í innri leitina?
Hvaðan eru nýir gestir að koma inn á vefinn okkar? Eru einhver markaðssvæði eða áhrifavaldar í t.d. ferðamennsku sem vefnotkun gefur vísbendingar um áður en sú umferð fer að skila sér í beinum viðskiptum?
Hvernig getum við með sjálfvirkum hætti reynt að aðgreina notkunartölur ólíkra notendahópa og kallað fram sjálfvirkar skýrslur um hegðun þeirra mikilvægustu?
Loks getur verið gagnlegt að nýta Google Analytics sem „söfnunartól“ fyrir upplýsingar sem tengjast vefnotkun en leiðir ekki sjálfkrafa af dæmigerðum síðuflettingum.
Sem dæmi má nefna Eplica einingu sem er víða í notkun og birtist notendum sem einföld spurning neðst á síðum: „Var þetta efni gagnlegt? Já | Nei“. Sú eining nýtir sér event-tracking í Google Analytics til að senda þangað tilkynningar, auk þess að safna innsendum athugasemdum innan Eplica.
Með því að setja upp mæliborð fyrir þau gögn getur vefstjóri með einföldum hætti haft yfirsýn yfir það á hvaða síðum notendur eru líklegastir til að svara, annað hvort jákvætt eða neikvætt, og fengið sjálfkrafa sendar skýrslur til dæmis á tveggja vikna fresti.
Heyrðu endilega í okkur og kannaðu hvort við eigum ekki til þau leiðsögutæki og/eða stórvirku trjáklippur sem gagnast þér til að rata betur um þinn hluta Analytics-skógarins.
1 note
·
View note
Text
Stefnir efnið í óefni?
Það eru glettilega margir vefir sem standa frammi fyrir áskorunum við að skrifa og viðhalda efni vefjanna; bæði textum og myndefni.
Þetta á sér í lagi við þegar unnið er að heildarendurskoðun vefja, annað hvort í umfangsmikilli tiltekt eða hreinlega í endurhönnun alls vefjarins. Þá vill það reynast yfirþyrmandi verkefni að fara yfir núverandi stöðu og ýmist taka til í því sem til er eða vinna nýtt frá grunni.
Stundum felst áskorunin í því að upprunaleg hönnun og uppsetning vefsvæðisins gerði ráð fyrir ákveðnum efnistökum sem annað hvort eiga ekki við lengur eða sem reynslan hefur leitt í ljós að notendum reynist erfitt að vinna samkvæmt.
Námskeið um vefskrif
Í ljósi þess hvað þetta brennur á mörgum héldum við núna í október mjög vel sótt námskeið í Vefakademíu Hugsmiðjunnar um vefskrif sem hlaut nafnið Skrifað fyrir fólk og leitarvélar.
Þótt ekki sé raunhæft að gera efni sex tíma námskeiðs skil í svona stuttri grein má nefna að sú nálgun sem við unnum út frá þar byggi á svokallaðri efnisstefnu. Efnisstefna getur verið mis ítarleg milli vefsvæða, en í örstuttu máli má segja að í henni sé reynt að skjalfesta svör við spurningum um það við hverja er verið að tala og hvað ætlunin er að segja við þá.
Fyrir þá sem þekkja til vefstefnu má segja að efnisstefna sé eitt af fylgigögnum hennar og kafar dýpra í efnismálin, byggt á forsendum og markmiðum vefstefnunnar.
Vinnu við efni byggt á efnisstefnu má svo lauslega skipta í þrjá fasa:
Greining og mat á núverandi stöðu
Hönnun og útfærsla efnisstefnu
Efnisvinnsla byggð á fyrirliggjandi efnisstefnu
Ferlið þarf ekki að vera flókið og í sumum tilvikum eru ekki endilega skýr skil á milli tveggja fyrstu fasanna. Einnig hefur það að vinna hið raunverulega efni í fasa 3 óhjákvæmilega í för með sér þörf á endurskoðun þeirra forsenda sem lagt var upp með.
Loks er það reynslan úr ferlum hugbúnaðargerðar sem sýnir að betra er hugsa svona ferli sem hringferil frekar en línulegt. Þannig er eðlilegt að brjóta verkefnið upp í smærri einingar, endurmeta reglulega stöðuna og aðlaga efnisstefnuna eftir því sem fram vindur.
Aðkoma Hugsmiðjunnar
Við getum að sjálfsögðu aðstoðað við efnisvinnslu, allt frá greiningu á núverandi stöðu til þess að fullvinna einstaka texta og myndskreytingar.
Reynsla okkar af því að byggja efnisvinnslu á nálgun efnisstefnu hefur verið mjög góð og hefur auðveldað bæði okkur sjálfum og okkar viðskiptavinum að kortleggja hver núverandi staða er, hvers konar greiningar og skjölunar er þörf, og hvers konar efnistýpur er um að ræða í hverju tilviki fyrir sig.
Þar sem góður vefur er samhangandi heild er eðlilegt að mótun efnisstefnu hafi áhrif á til dæmis uppsetningu veftrés og mögulega framsetningu tiltekinna lykilsíðna. Því nýtist teymisnálgun Hugsmiðjunnar sérstaklega vel þegar kemur að endurskoðun vefefnis, þar sem við búum yfir sérfræðingum í efnisvinnslu, myndrænni framsetningu, viðmótsforritun og öllu öðru sem viðkemur notendaviðmóti og birtingu efnis.
Heyrðu endilega í okkur
0 notes
Text
Markaðssetning árið 2016, ekki 2006
Það dylst engum hvað máttur samfélagsmiðla er í dag mikill. Landslagið hefur breyst, nú kemur mesta traffíkin inn á vefi fyrirtækja af samfélagsmiðlum og að sama skapi eiga notendur miklu auðveldara með að hafa áhrif á ímynd fyrirtækja.
Við hjá Hugsmiðjunni vitum hvað samspil vefja og samfélagsmiðla er gríðarlega mikilvægt og höfum að undanförnu unnið að því að efla samfélagsmiðladeildina okkar með ráðningum, námskeiðum og samfélagsmiðlaráðgjöf til viðskiptavina.
Samfélagsmiðlar eru orðnir eitt mikilvægasta markaðstæki fyrirtækja því þar leynast tækifærin til að ná til fólks. Þeir sem læra að virkja rétta miðla á réttan hátt geta öðlast gífurlegt forskot og útbreiðslu með margfalt lægri kostnaði heldur en með hefðbundinni markaðssetningu.
Gögn frá þessum miðlum má auðveldlega nota til að búa til markvissara efni og auglýsingar sem skila talsvert meiri árangri en áður var mögulegt með hefðbundinni markaðssetningu.
Við bjóðum upp á samfélagsmiðlaráðgjöf sem felur m.a. í sér:
Mótun samfélagsmiðlastefnu í samvinnu við þig og þitt fyrirtæki,
markhópagreiningu,
framleiðslu á efni,
umsjón með birtingum,
daglega umsýslu,
mælingar,
tengingar við áhrifavalda / vinsælar fígúrúr,
reglulegar skýrslur með yfirliti yfir árangur,
eftirfylgni.
Samfélagsmiðlar eru stórkostlega öflugt tæki og henta vel hvort sem fyrirtæki eða einyrkjar eru að reyna að selja vöru eða koma ákveðnum málstað á framfæri.
Heyrðu í okkur í síma 5 500 900 og fáðu nánari upplýsingar um samfélagsmiðlaráðgjöf Hugsmiðjunnar.
Samfélagsmiðlun sem virkar!
Vefakademía Hugsmiðjunnar heldur hið sívinsæla námskeið Samfélagsmiðlun sem virkar, en aðsóknin á þetta námskeið hefur verið frábær og hvert sæti setið.
Þar er m.a. kennt að móta samfélagsmiðlastefnu sem ber sýnilegan árangur fyrir fyrirtækið, farið er yfir dæmi um notkun á samfélagsmiðum sem eru til fyrirmyndar og kynntir eru eiginleikar og tækifæri helstu miðla.
Næsta námskeið verður haldið daganna 3. og 10.maí frá kl 13:00 - 16:00. Nú er fullt á námskeiðið en þú getur skráð þig á biðlista.
1 note
·
View note
Text
Spennan magnast
Starfsmenn Hugsmiðjunnar [email protected]
Við getum ekki annað en verið hæstánægð með það að 4 samstarfsaðilar okkar hljóta 5 tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna 2015. Til hamingju og takk fyrir ánægjulegt samstarf!
Í þau 10 ár sem Íslensku vefverðlaunin hafa verið haldin á vegum Samtaka vefiðnaðarins hafa samstarfsaðilar Hugsmiðjunnar fengið verðlaun á hverju ári. Við erum stolt af þeim árangri og ekki síst að fá að starfa með metnaðarfullum aðilum.
Viðskiptavinir Hugsmiðjunnar sem hljóta tilnefningarnar eru í 4 flokkum:
Aðgengilegir vefir
Háskólinn í Reykjavík
Framkvæmdasýsla ríkisins
Non-profit vefir
Bréf til bjargar lífi (Amnesty)
Opinberir vefir
Ísland.is
Fyrirtækjavefir
Háskólinn í Reykjavík
Þetta árið er nokkuð jöfn dreifing á vefstofum og öðrum þjónustuaðilum sem starfa með þeim sem hljóta tilnefningar. Það sýnir okkur að samkeppnin eykst með hverju árinu og lyftir það vefbransanum á enn hærra plan. Á annað hundrað verkefni voru send inn í þetta skiptið og veitt eru verðlaun í heilum 15 flokkum.
Sjáumst í Gamla bíó á föstudaginn.
0 notes
Text
Fyrsta sinnar tegundar á Íslandi
Starfsmenn Hugsmiðjunnar [email protected]
Þá er loksins komið að því! Bókin um vefinn er komin í verslanir. Af því tilefni verður slegið upp í útgáfuhóf í Eymundsson Skólavörðustíg á fimmtudaginn þann 19.mars kl 17:00.
Þessi bók er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Aldrei áður hefur verið tekin saman svo greinargóð lýsing á vefstjórn og starfi vefstjórans.
Bókin um vefinn
Bókin um vefinn er hugsuð sem handbók fyrir þá sem starfa við vefstjórn, bæði reynda vefstjóra sem og nýliða í vefumsjón. Raunin hefur verið sú að vefstjórar hafa setið á hliðarlínunni þegar kemur að fræðslu í vefgeiranum, jafnt hérlendis sem erlendis. Þörfin fyrir fræðslu er því mikil þar sem vefstjórnendur fá yfirleitt vefi í hendurnar án nauðsynlegrar þjálfunar og fræðslu.
Sigurjón Ólafsson, höfundur bókarinnar, er eldri en tvævetur þegar kemur að vefmálum. Hann hefur unnið við vefstjórn frá árinu 1997, kennir við Háskóla Íslands og rekur eigin vefráðgjöf, Fúnksjón þar sem hann miðlar einnig fróðleik um vefmál.
Hugsmiðjan hefur lengi haft áhuga á því að aðstoða við að mennta betur fólkið sem sér um vefstjórn því starf vefstjóra verður sífellt umfangsmeira og flóknara. Þegar Sigurjón nálgaðist okkur í Hugsmiðjunni með þessa bók í huga, tókum við hugmyndinni fagnandi og gerðum það sem við gátum til þess að styðja við gerð hennar.
Hugsmiðjan hefur verið í samstarfi með Sigurjóni frá haustinu 2013 þegar við settum á laggirnar Vefakademíuna. Markmið hennar er að bjóða upp á fjölbreytt námskeið sem fræða vefstjóra og aðra sem koma að vefmálum. Sigurjón hefur kennt fjölmörg af þessum námskeiðum og hafa þátttakendur verið ánægðir með þá þekkingu og reynslu sem hann hefur miðlað.
Við hvetjum að sjálfsögðu sem flesta til mæta á fimmtudaginn og fagna þessum áfanga með Sigurjóni.
0 notes
Text
Arnór til liðs við Hugsmiðjuna
Starfsmenn Hugsmiðjunnar [email protected]
Það er okkur sérstök ánægja að kynna til leiks nýjasta liðsmann Hugsmiðjunnar, Arnór Bogason. Arnór er svokallaður einhyrningur en hann er þessi sjaldgæfa og skemmtilega blanda af grafískum hönnuði og forritara.
Arnór er útskrifaður grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands og er langt kominn með BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann byrjaði hér sem sumarstarfsmaður og kemur til með að starfa hjá okkur sem vefari.
Það er mikill fengur að fá Arnór í hópinn og bjóðum við hann hjartanlega velkominn!
0 notes
Text
Vefakademían í sókn
Starfsfólk Hugsmiðjunnar [email protected]
Í hádeginu í dag voru nokkrir af kennurum Vefakademíunnar með fyrirlestra hér í Hugsmiðjunni. Þeir Jón Frímannsson, Margeir Ingólfsson, Snorri Páll Haraldsson og Þórarinn Stefánsson stigu á stokk og kynntu efni námskeiða sinna við léttar veitingar og góðar undirtektir.
Margeir að predika af ástríðu
Það er margt spennandi framunda í Vefakademíunni en aldrei hefur verið jafn mikið og fjölbreytt úrval námskeiða og þessa önn. Heil 10 námskeið, kennd af okkar helstu sérfræðingum í vefmálum.
Markmiðið er að fræða vefstjóra, mannauðsstjóra, markaðsstjóra og aðra sem koma að vefmálum um hvernig er hægt að nýta vefinn á sem bestan máta. Virðing fyrir vefmálum er okkur hugleikin og leggjum við áherslu á hagnýta þekkingu fyrir þá sem vilja fá meira út úr vef sínum.
Efni námskeiðanna endurspeglar það sem við trúum á að skipti máli, og mætti segja að rauði þráðurinn í akademíunni sé að gera fólk meðvitað um að setja upplifun notendans í fyrsta sæti, hvort sem það er að skrifa fyrir vefinn, nýta sér Google Analytics eða undirbúa vefverkefni. Lögð er áhersla á að fólk innan vefgeirans geti komið saman, deilt sinni reynslu og rætt um áskoranir og tækifæri í sínu starfi í hæfilega stórum hópi.
Skipulag innri vefja
Skrif fyrir vefinn
Tæknimál fyrir vefstjóra
Starf vefstjórans
Lærðu að nýta Google Analytics
Betri og einfaldari opinberir vefir
Samfélagsmiðlun sem virkar
Hönnun og notendaupplifun
Snjallir og aðgengilegir (responsive) vefir
Undirbúningur vefverkefna
Vefakademían hefur starfað frá haustinu 2012 og fengið frábærar móttökur og stefnir hún ótrauð áfram að miðla þekkingu. Ef þú finnur námskeið við þitt hæfi geturðu skráð þig á vef Vefakademíunnar.
0 notes
Text
Vort daglegt brauð
Halla Kolbeinsdóttir [email protected]
Það kom mér svolítið á óvart þegar við vorum að vinna annálinn fyrir 2013 að Hugsmiðjan setur í loftið að meðaltali einn vef í loftið í hverri viku. Það er alveg heljarins hellingur.
Hjá okkur, eins og flestum vefstofum, koma skorpur þar sem er brjálað að gera en logn inn á milli. Vefir fara í loftið í svolitlum törnum og þótt að við segjum frá stöku nýjum vef hér á blogginu er það aðeins brot af heildinni.
Nokkrir vefir sem fóru í loftið í ár: sild.is, ums.is og azazo.is
Það skekkir reyndar aðeins tölfræðina að það færist í aukanna að við tökum að okkur verkefni sem enda ekki alltaf í sjósetningu á vef. Þá fer teymi eða sérfræðingur (t.d. forritari, vefstjóri, Google Analytics sérfræðingur o.fl.) frá okkur í tímabundið sérverkefni til annars fyrirtækis. En það er önnur saga.
Fyrir forvitnissakir leit ég á stöðuna á deildunum. Mér sýnist líklegt að við eigum eftir að ná upp í svipað meðaltal og í fyrra:
Í hönnun eru 14 nýir vefir í vinnslu (þar af 7 í greiningu)
Í vefun eru 18 verkefni í vinnslu (þar með talin greiningarvinna, spánnýir vefir í vinnslu og viðhaldsverkefni)
Þennan morguninn eru engin þjónustuverk í vinnslu, en það er tala sem breytist ört yfir daginn.
5 verkefni eru í spretti hjá forriturum og 13 í bið (e. backlog).
11 vefir og verkefni eru á gæðaprófanalistanum áður en þau fá að fara í loftið.
Það er líka hellingur í pípunum og við erum að byrja að raða verkefnum niður á haustið.
Ætli það sé ekki góður tími núna að vera í sambandi til að koma verkefnum að. Sérstaklega ef meiningin er að koma einhverju metnaðarfullu í loftið í ár. Heyrumst!
0 notes
Text
Lokað vegna stefnumótunar
Guðlaug Birna Björnsdóttir [email protected]
Þjónustuborðið verður lokað föstudaginn 31. janúar.
Við fylgjumst með póstinum fyrir brýn erindi en þoli erindið ekki bið bjóðum við upp á neyðarþjónustu í síma 550 0900.
Starfsfólk Hugsmiðjunnar fer í stefnumótunarvinnu þar sem rýnt verður í fortíðina og stefnan tekin fyrir framtíðina.
Við hittumst svo á Verðlaunahátíð Íslensku vefverðlaunanna í Gamla bíói kl. 17!
0 notes
Text
Annáll 2013
Halla Kolbeinsdóttir [email protected]
Við höfum gaman af því að vanda okkur við að búa til fallega og nytsamlega vefi og að eiga góða daga í nánu samstarfi við gott fólk.
Síðasta árið var viðburðarríkt og vildum við gefa umheiminum nasasjón af starfi okkar og leik.
Takk fyrir frábært ár!
0 notes
Text
Topp 10 færslurnar 2013
Halla Kolbeinsdóttir [email protected]
Nú árið er liðið og komin tími til að líta yfir síðasta (blogg) árið.
Fyrir það fyrsta komum við blogginu í loftið þetta árið. Það er afrek útaf fyrir sig. Það getur vafist fyrir metnaðarfullu fólki að kalla eigin vef tilbúin. Sjósetning var gerð í svolitlum flýti í febrúar og tókum við svo tíma í sumar til að ítra hönnun og virkni.
Það gekk ágætlega framanaf, en eins og margir kannast við þá dampaðist ákafinn niður og seinni hluti ársins sá aðeins færri færslur en fyrri partur árs. Þrátt fyrir það var markmiðinu náð: við gáfum út greinar um ýmis veftengd mál á árinu sem voru fræðandi, skemmtilegar, og vöktu áhuga og umtal.
Til gamans hef ég tekið út 10 vinsælustu færslurnar frá 2013:
Framboð og eftirspurn
Geymsla á stórum skrám
Lykilatriði í lykilorðum
Dvöl á eyðieyju
Vefakademía Hugsmiðjunnar tekur til starfa í haust
Flöt hönnun
Fúskarar í stétt vefiðnaðarmanna
Verðlaunavefurinn
Nýr vefur Reykjavík Excursions
Uppitími og óværuárásir
Takk fyrir lesturinn í ár. Við hlökkum til fleiri ítrana á næsta ári og sérstaklega að skrifa gommu af skemmtilegum og áhugaverðum greinum fyrir ykkur.
Gleðilegt nýtt ár!
0 notes
Photo
Sigurjón hjá Fúnksjón heldur fyrirlesturinn Búddismi & UX -it’s not about religion, í Hugsmiðjunni
0 notes