raggam
Ragnheiður H. Magnúsdóttir
21 posts
verkfræðingurinn, framkvæmdastjórinn, mamman
Don't wanna be here? Send us removal request.
raggam · 11 years ago
Link
Hér á landi er enn mikil þörf fyrir tæknimenntað fólk og það sést best á því að hausaveiðar (e. headhunt) í starfsmannamálum er helsta aðferð tæknifyrirtækja til að sækja sér öflugt starfsfólk. Þetta segir Ragnheiður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar og einn aðstandenda UT-messunnar. 
1 note · View note
raggam · 11 years ago
Text
Verðskuldað hamingjupúl
Hamingjuvísitala Hugsmiðjustarfsmanna hækkaði um nokkra punkta í gær þegar nýtt pool-borð var tekið í notkun. 
Tumblr media
  Borðið er umbun fyrir frammistöðu í „dugnaðaráskorun“ til starfsmanna og leysir af hólmi eldri jálk. 
Það kæmi okkur ekki á óvart ef einstaka starfsmenn í sumarleyfi geri sér upp erindi til að líta við í höfuðstöðvunum á næstu dögum.
Góðar stundir.
1 note · View note
raggam · 12 years ago
Link
Ég er ekkert lítið stolt af því að við skyldum ná þessum árangri :)
Tumblr media
Hugsmiðjan er stolt af því að vera eitt af 10 meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi sem geta kallað sig fyrirmyndarfyrirtæki.
Könnun VR mælir viðhorf starfsmanna til átta lykilþátta á sínum vinnustað; trúverðugleika stjórnenda, starfsanda, launakjara, vinnuskilyrða, sveigjanleika...
1 note · View note
raggam · 12 years ago
Link
Fyrir ekki svo löngu opnuðum við nýjan vef Félags íslenskra náttúrufræðinga. Það var kominn tími á að uppfæra útlitið hjá þeim og færa þau í svolítið snjallari búning.
Verkefnið varð alveg hrikalega skemmtilegt því þau vildu verða flottari og ferskari, og fékk ég alveg frjálsar hendur í...
1 note · View note
raggam · 12 years ago
Link
Undanfarið hefur borið á því að stór fyrirtæki á borð við Microsoft og Google hafa verið að „fletja út“ allt sem þeir hanna. Apple virðist vera næst. Á ensku hefur þessi hönnunarstefna oft verið nefnd „flat design“ og og hefur tröllriðið þar til gerðum hönnunarsamfélagsmiðlum undanfarin...
1 note · View note
raggam · 12 years ago
Text
Staða kvenna í tölvunarfræði
“Ef við einfaldlega réttum kynjahlutfallið í tölvunarfræði af og fengum það til að samsvara heildarkynjahlutfalli skólanna væri hægt að tvöfalda fjölda útskrifaðra tölvunarfræðinga” - Jocelyn Goldfein, Tæknistjóri hjá Facebook.
Sýnishorn úr heimildarmyndinni She++ sem sýnd verður í Stúdentakjallaranum fimmtudaginn 18 apríl klukkan 18:00.
1 note · View note
raggam · 12 years ago
Link
Um vöntun á vefforritunarnámi
Þeir sem fylgjast með atvinnuauglýsingum hafa örugglega tekið eftir því hve mikið er auglýst eftir vefforriturum. Vefbransinn er í blóma þessa dagana, margt að gerast og spennandi verkefni á öllum vígstöðvum. En bransann vantar fleira fólk og satt best að segja er kominn tími til að háskólar þessa...
4 notes · View notes
raggam · 12 years ago
Text
Áhugavert um UX
"The Rainbow Spreadsheet: A Collaborative Lean UX Research Tool" http://feedly.com/k/12NRcxr
2 notes · View notes
raggam · 12 years ago
Text
Hressandi
Geymsla á stórum skrám
Að senda stórar skrár getur verið hvimleitt. Margir póstþjónar eru með takmörkun á stærð skráa sem þeir geta tekið við, fólk er með full Dropbox og þar fram eftir götunum.
Þá getur verið gott að sippa skrárnar, sem getur skilað allt að 70% þjöppun (sjá skýringarmynd að neðan).
Tumblr media
3 notes · View notes
raggam · 12 years ago
Link
Tumblr media
Vefur Amnesty International á Íslandi er nú orðinn stór og snjall og þú getur nú látið gott af þér leiða án þess að þurfa að zooma endalaust inn og út og að fikra þig áfram.
Nýja útlit Amnesty leit dagsins ljós á síðasta ári eftir alveg ágætis uppfærslu frá gamla útlitinu. Reyndar...
1 note · View note
raggam · 12 years ago
Link
Snilld að félagsmenn SVEF skyldu kjósa vefinn okkar hjá Hugsmiðjunni sem athyglisverðasta vefinn þetta árið. Ekki slæmt að fá þennan heiður frá fólkinu í bransanum. 
0 notes
raggam · 12 years ago
Link
Það var sérstaklega gaman að þessi vefur fengi verðlaun fyrir aðgengilegasta vefinn. Mér skilst að það hafi verið sérstök dómnefnd að dæma þennan flokk: Birkir hjá Blindrafélaginu og Sigrúnu hjá Sjá. Þau notuðu nýjustu græjur í að meta aðgengi vefjana í úrslitum ásamt því að fara handvirkt yfir þá og fékk vefurinn 99% aðgengiseinkunn sem er náttúrulega nánast yfirnáttúrulegt. Við hjá Hugsmiðjunni erum sátt.
0 notes
raggam · 12 years ago
Photo
Mjög einföld skilaboð frá Hugsmiðjunni til þeirra sem sóttu UTmessuna um helgina
Tumblr media
Fáðu þér verðlaunavef @ hugsmidjan.is (at Harpa Tónlistar- og Ráðstefnuhúsið í Reykjavík)
2 notes · View notes
raggam · 12 years ago
Photo
Hugsanlega fallegasti bás UTmessunnar .. eða hvað?
Tumblr media
Kíktu á okkur #utmessan (at Harpa ráðstefnu- og tónlistarhús)
2 notes · View notes
raggam · 12 years ago
Photo
Tumblr media
Að fara með hönnuðum Hugsmiðjunnar í heimsókn til Rvk Letterpress er góð skemmtun
0 notes
raggam · 12 years ago
Link
Það er aðgengilegra að læra grunninn í forritun en maður heldur
0 notes
raggam · 12 years ago
Text
Að ráða forritara
Á tímum sem forritarar eru af skornum skammti og allir í bransanum eru að bítast um sama fólkið er mjög mikilvægt að falla ekki í þá gryfju að ráða bara næsta mann sem býðst. Við hjá Hugsmiðjunni höfum prófað það síðustu misseri að biðja þá sem koma hingað í viðtal að leysa einfalt forritunarverkefni uppi á töflu. Og okkur finnst það alveg svínvirka. 
Með því að biðja fólk um að forrita einfalt forritunarverkefni erum við að fá svör við þessum mikilvægu spurningum
Kann umsækjandinn að forrita?
Getur hann útskýrt hvað hann er að gera á máli sem skilst?
Ef hann lendir í vandræðum, þorir hann þá að spyrja um leiðbeiningar?
Tekur hann vel leiðbeiningum?
Tekur hann vel í það ef hann er leiðréttur?
Er rökhugsunin til staðar? eða fer hann krókaleiðir?
Góð ferilskrá gefur okkur ágætis hugmynd um umsækjandann, en við fáum ekki svör við þessum spurningum nema að sjá hvernig hann forritar.
Með því að biðja umsækjandann um að vinna þetta einfalda verkefni, ásamt því að taka almennt viðtal við hann, höfum við komist að því að það eru til þrenns konar forritarar. Þeir sem kunna að forrita og en eiga erfitt með mannleg samskipti, þeir sem eiga auðvelt með mannleg samskipti en eru ekki góðir í að forrita og svo eru þeir sem eru bæði góðir í mannlegum samskiptum og forritun - það eru þeir síðastnefndu sem við ráðum!
Við höfum komist að því að við erum sammála því sem Joel on Software hefur talað um lengi, m.a. í grein sinni "The Guerrilla Guide to Interviewing". Mundir þú ráða galdramann án þess að láta hann sýna þér nokkur galdrabrögð? Auðvitað ekki.
0 notes