Tumgik
#frumkvöðlar
nasdaqiceland · 9 years
Text
Investing in Iceland‘s growth
Tumblr media
Most investors investing in the stock market like good growth stories. And, while many take a more of a visionary look at particular investment opportunities, nobody likes losing money. What we do know is that companies will be founded and some of them will grow to be great. The question is how they get there. The Nasdaq Iceland market is re-establishing itself after the financial collapse with a variety of home grown companies, that generally have sturdy dividend policies. These companies have served investors well in the past years, with the OMXI8 benchmark Index rising 43% in 2015 (49% dividend adjusted) and the All-share index 38% over the same period. This process in getting the market on its feet again through the listing of established domestic industry leaders has been pivotal for its growth and increased trust. 
The market is now moving into a different phase. In recent years, new listings have been due to the banks selling off their ownership in companies they acquired in the wake of the collapse, but in the coming months and years more companies will enter the market for their own reasons. The financial collapse sparked off quite the innovative spirit in Icelandic entrepreneurs, and we have seen incredible and innovative ideas turned into enterprises with real potential for increased growth and new conquests. For these companies, until now, the choice of using the equity market for growth has not been much of a reality. Even though overseas investors can enter the market with new investments, and more importantly, exit again, the capital controls have put restraints on companies in using their newly acquired capital to grow abroad. However, recent news on lifting of the capital controls gives reason to believe that this may be about to change. Here is where the Nasdaq First North market comes to play, the alternative market option for smaller companies to grow. The experience of the Nasdaq First North Sweden market inspires. There, growth companies have flocked to the market in recent years with good success. From what we can see in Icelandic industries, there is great potential for many innovative companies to do just the same. Nasdaq Iceland has been promoting this opportunity for smaller growth companies and investors in the past years and finally we may be seeing a paradigm shift in looking at this option. Nasdaq Iceland‘s efforts have focused on easing these companies‘ path to the market and we are optimistic that there will be an increased appetite for Nasdaq First North. Companies, advisors, investors, as well as the authorities have expressed their interest in building up a solid market for growth companies, be it for boosting economic growth or increased and diverse investment options. The only question now seems to be; who is going to be the first to get the ball rolling?
0 notes
sprotahus · 13 years
Text
Framtíð Íslands - Eiga frumkvöðlar séns á Íslandi?
Tumblr media
Spurningin er sett fram í þeim tilgangi að vekja athygli á einu öflugasta sjálfsprottna nýsköpunar- og hreyfiafli sem hver þjóð hefur yfir að ráða. Það er ekki bara öflugt, heldur er það bæði sjálfbært og krefst lítils annars en góðs umhverfis til að fá að vaxa og dafna. Ekki þarf að ryðja land eða nýta náttúruauðlindir og ekki þarf að byggja stórar byggingar né fjárfesta ríkisfé fyrir milljarða ár hvert. Það eina sem þetta afl þarf á að halda er umhverfi og samfélag sem skilur, þekkir, nærir, verndar og styður aflið til góðra verka. Þetta afl sem ég er að tala um, er auðvitað frumkvöðlaaflið sem ákveðið hlutfall hverrar þjóðar býr yfir.  Aflið brýst út eins og blóm á sólríkum sumardegi og er óendanleg auðlind af orku, djarfhug og nýsköpun. Það merkilega við þetta afl er að það er öflugra og meira nýskapandi og mun skynsamara afl í kreppu, en í góðæri. Einstaklingarnir sem knýja þetta afl eru bjartsýnisfólk, lausnardrifið, djarft og reiðubúið til að breyta sínum plönum og aðlaga sínar viðskiptahugmyndir að þeim raunveruleika sem er til staðar hverju sinni. Þessir einstaklingar eru tilbúnir til að fórna eigin hagsmunum fyrir hagsmuni heildarinnar, þeir vilja oftast að fleiri njóti góðs af árangri viðskiptahugmyndanna og eru samfélagslega sinnaðri en margur annar.  Það eru þó nokkrir hlutir sem hafa hamlandi áhrif á getu þessara einstaklinga og þar með á það magnaða hreyfiafl sem þeim fylgir. Þeir virka þannig að þegar ákveðið magn af þeim fer yfir ákveðin fjölda þá dregur það umtalsvert úr getu þessa afls til að starfa.  Þessa þætti hef ég nefnt áður í þessum pistli. Ef skilning á þessu hreyfiafli skortir og þekkingin er lítil sem engin á því hvernig virkja skal þetta afl, er líklegt að minna verði um árangur. Ef það er engin næring en  hún kemur oftast í formi af tækifærum, ákveðnu frelsi til athafna, aðgengi að fjármagni og starfsfólki þá er líka hættan á að árangur verði minni en ella. Ef það er fátt sem verndar þetta afl á sprotastigi til dæmis með því að lækka álögur á nýstofnuð fyrirtæki, bjóða þeim upp á skattaaflsætti og aðgang að stuðningi, þekkingu og reynslu þá er einnig lítil von til að árangur náist. Stuðningur við frumkvöðla og nýsköpun er ekki eitthvað sem gert er með einu pennastriki eða einni ákvörðun.  Þetta snýst um margþáttar aðgerðir, hugarfarsbreytingu og markvissa stefnumótun og víðtæka samvinnu og samráð allra í samfélaginu. Allir þurfa að taka þetta til sín, ríkisvaldið, fyrirtækin, einstaklingar með fjármagn og frumkvöðlarnir sjálfir. Í dag er því miður ekki nóg gert. Ef engin gerir neitt mun ekkert gerast. Hvað ætlar þú að gera til að virkja þetta afl á Íslandi?
Birgir Grimsson framkvæmdarstjóri V6 Sprotahúss
0 notes
nasdaqiceland · 9 years
Text
Hvað tekur langan tíma að skrá félag á Nasdaq First North?
Tumblr media
Tímalengdin á undirbúningsferlinu er háð því hversu langan tíma tekur að gera hlutabréfin skráningarhæf, þ.á m. að framkvæma kostgæfnisathugun (e. Due Diligence) og aðlaga félagið að skráningarkröfum. Tímalengdin er einnig háð því hversu mikinn tíma stjórn og framkvæmdastjórn hafa til að sinna verkefnum sem tengjast undirbúningsferlinu samhliða því að sinna rekstrinum. Reynslan hefur sýnt að það getur verið mikið hagræði í því að tilnefnda aðila í verkefnahóp og skilgreina nákvæma tímalínu sem er ásættanleg fyrir alla aðila í hópnum. Reglulega ætti að upplýsa lykilstarfsmenn, sem ekki koma að ferlinu, um gang mála. Þættir sem m.a. koma til skoðunar í undirbúningsferlinu:
• Þarf að breyta félagaforminu? Hlutaskírteini í einkahlutafélagi (ehf.) eru ekki skráningarhæf.
• Þarf að breyta samþykktum félagsins?
• Þarf að gera breytingar á stjórn og/eða framkvæmdastjórn félagsins?
• Þarf að innleiða breytingar á stjórnarháttum?
• Þarf að endurskoða samninga — t.d. kaupréttarsamninga við starfsmenn?
• Þarf að breyta ferlum í tengslum við fjárhagslegar upplýsingar?
• Þarf að breyta ferlum í tengslum við upplýsingagjöf til innra og ytra umhverfis. Slíkir ferlar verða að uppfylla kröfur um meðferð innherjaupplýsinga.
• Þarf að gera miklar breytingar á vefsetrinu?
Það er ráðlegt að byrja snemma að móta félag sem ætlunin er að láta vaxa og dafna á markaði með hliðsjón af skráningarkröfum. Auk þeirra þátta sem tilgreindir eru hér að framan þarf einnig að vinna að því að þróa viðskiptalíkan sem vekur athygli og áhuga fjárfesta. Huga þarf að ýmsum ólíkum þáttum í aðdraganda skráningar. Slík undirbúningsvinna skilar jákvæðum árangri þó hún sé unnin í styttri áföngum. Þegar markaðsglugginn opnast er það óyggjandi kostur að geta með stuttum aðlögunar- og undirbúningstíma nýtt þann möguleika að afla fjármagns með skráningu á markað.
Skráningarferlið sjálft, þ.e. frá því að formlega er óskað eftir skráningu hlutabréfa á First North til skráningardags gæti tekið í mesta þrjár vikur, ef öll gögn eru í lagi. 
Hlaðið niður nýjum bæklingi um skráningur hlutabréfa á Nasdaq First North Iceland: http://www.nasdaqomx.com/digitalAssets/97/97992_skraning.pdf 
Tumblr media
0 notes
nasdaqiceland · 9 years
Text
Íslenski leikjaiðnaðurinn í sókn
Tumblr media
Við höfum fylgst mikið með íslenskri nýsköpun undanfarin ár og stutt við sprotageirann. Fjölbreytt fyrirtæki verða að vera fyrir hendi til að byggja upp lífvænlegt og öflugt efnahagslíf og samfélag. Íslenski leikjaiðnaðurinn hefur sótt í sig veðrið undanfarin ár, en áætlað er að um 600 manns vinni í honum í dag og að hann velti um 12 milljörðum á ári*. Fyrirtæki eins og CCP og Plain Vanilla hafa sennilegast verið hvað mest áberandi íslenskra leikjaframleiðenda, en undanfarið hefur fyrirtækjum í þessum bransa fjölgað mikið, enda krafturinn og sköpunarhæfileikarnir á hverju strái. Hver vill ekki taka þátt í að búa til næsta toppleik?  
Kauphöllin studdi við „off-venue“ viðburð Slush play ráðstefnunnar sem haldin var í fyrsta skiptið núna í síðustu viku á vegum Slush í samvinnu við nokkra aðila, m.a. Klak Innovit og IGI (Icelandic Gaming Industry). Ráðstefnan er minni (enn sem komið er) útgáfa af finnsku ráðstefnunni Slush sem haldin er árlega. Við kíktum við til að sjá hvað væri að malla í pottunum. Þar kom fram að helstu vandamál sem leikjaframleiðendur eiga við að stríða er fjármögnun, sem er nokkuð algengt á meðal sprotafyrirtækja. Hér eru engir sjóðir eða fjárfestar sem sérhæfa sig í því að fjárfesta í leikjafyrirtækjum og áhættan er oft álitin mikil. En vegna fárra fjárfestingarkosta ætti leikjaiðnaðurinn þó kannski að vera meira á radarnum, sérstaklega þegar heyrum af góðum árangri fyrirtækja?
Einnig kom fram að leikjaiðnaðurinn þarf að efla sig verulega þegar kemur að því að kynna sig fyrir fjárfestum og markaðssetja vöruna sína. Það er ekki nóg að búa til frábæran leik, öflug markaðsáætlun  og fjármögnun þurfa einnig að vera fyrir hendi. Finna þarf leiðir til að brúa bilið á milli fjárfesta og leikjaframleiðenda. Hvað er það sem gerir leikinn að áhugaverðum fjárfestingarkosti, fyrir utan hvað hann er góð áskorun, skemmtilegur, með flottri grafík og umhverfi? Það þarf að passa að teymið geti látið leikinn verða að veruleika, ekki bara þegar kemur að framleiðslu leiksins, heldur líka þegar kemur að kynningu fyrir fjárfesta og markaðssetningu. Fjárfestar vilja sjá eldmóðinn, en líka „hvað svo?“.
Leikjaiðnaðurinn kemur bara til með að stækka og eflast, enda eru leikir farnir að verða svo miklu meira en bara leikir. Þeir eru skapandi og gagnvirkir, stuðla að samskiptum á meðal spilenda, leysa jafnvel vandamál. Þeir henta allskonar hópum og aldri. Svo þekkjum við börnin okkar, þau munu læra af fortíðinni og verða sennilegast bara betri en við í þessum bransa.
*Heimild: Samtök iðnaðarins
0 notes