#bjarga starfsmaður
Explore tagged Tumblr posts
Photo
Halló Írak drekka Coke upplýsingar um merki
#fólk#texti#samskipti#merki#Lögin#ríkisstjórn#árásargirni#heilsugæslu og lyf#lögreglunni#öryggi#viðvörunar skilti#slysa og hamfara#rauður#vernd#neyðarþjónusta starf#bjarga starfsmaður#firefighter#bjarga#neyðar merki#brýnt
0 notes
Text
Eftir minningagreinarkennd kveðjuorð HL á Facebook var ljóst að losnað hafði staða í Ráðhúsinu.
Hildur Lilliendal skrifar 20. september 2016.
Í kvöld kvaddi ég pólitíkus. Mér leið eins og ég væri í jarðarför og ég lýg engu þegar ég segist hafa grenjað úr mér augun við öll tilfelli þar sem ég hef þurft að horfast í augu við þetta brotthvarf. Það er glatað að fá aldrei að lesa sínar eigin minningargreinar, svo ég hef ákveðið að skrifa minningargrein um hugrakkasta íslenska pólitíkus sem ég hef kynnst og jafnframt þann sem hefur haft mest áhrif á mig persónulega og pólitískt. Þennan helvítis pólitíkus sem baðst lausnar í dag.
Saga okkar er dáldið flókin, að minnsta kosti þegar ég fæ tækifæri til að segja hana. Áður en ég hóf störf hjá borginni fyrir trilljón árum hafði ég, eins og allur heimurinn, allskonar skoðanir á henni. Hún var stundum of lítill femínisti fyrir minn smekk og stundum of mikill femínisti. Stundum of róttæk og stundum of borgaraleg. Stundum dáldið vitlaus og oft asnalega mikið leiðinleg. Ég var dugleg við að vera ósammála henni í femínískum rökræðum og mér, litlu vitlausu brjáluðu mér, fannst ég rosalega töff að þora að vera ósammála Femínista Íslands. Little did I know um það hlutverk. Það kom síðar, þökk sé konum eins og henni. Kannski aðallega henni.
Hún vill ekki kannast við að hafa tekið mér kuldalega, eða einu sinni með fyrirvara, þegar ég var kynnt fyrir henni sumarið 2008 sem nýr starfsmaður borgarinnar, blaut á bakvið eyrun, meðvirk, ung og skíthrædd, í partíi í Tjarnargötuportinu svokallaða. En þannig var það nú samt. Hún tók þéttingsfast en stutt í höndina á mér, brosti sannarlega ekki, en sagði hvasst eitthvað á borð við „Jújú, við vitum hvor af annarri. Gaman að hitta þig.“ Ég missti smá þvag.
Nema hvað. Ég fótaði mig áfram á þessum framandi fullorðinsvinnustað og lengi vel var ég logandi hrædd við hana. Ekki síst vegna þess að ég áttaði mig ansi fljótt á því, sem ég hafði ekki haft hugmynd um áður, hvað hún er ljóngáfuð. Og eins og það væri ekki nóg, þá var samstarfsfólk mitt allt að því ástfangið af henni, alveg sama hvar það stóð í pólitík eða gagnvart femínisma. Hún virtist hafa, á þeim tveimur árum sem hún hafði verið varaborgarfulltrúi áður en ég kom í Ráðhúsið, unnið ólíklegasta fólk á sitt band með sannfæringarkrafti, gáfum og persónutöfrum. Það tók mig dágóðan tíma að skilja nokkuð af þessu.
Í einhver ár unnum við á sama vinnustaðnum án þess að vera sérstaklega að blanda geði hvor við aðra. Þó vorum við hvor í sínu lagi háværasti femínistinn á staðnum. Svo vorum við skyndilega farnar að vinna saman hér og þar af fúsum og frjálsum vilja. Jafnvel utan veggja Ráðhússins. Stundum lenti okkur smá saman, stundum vorum við hljóðlega ósammála hvor í sínu horni, stundum kom eitthvað snúið upp á sem við reyndum að gera upp okkar á milli með löngum og persónulegum skrifum, stundum komu upp hlutir sem við gátum ekki rætt. Það gekk á ýmsu en við urðum einhvern veginn ekki almennilega nánar. Okkur tókst ekki að verða beinlínis vinkonur og mér tókst ekki að skilja nema rétt á yfirborðinu hvaða þýðingu hún og verk hennar hafa raunverulega haft.
Í fyrra fengum við svo báðar það verkefni, hvor á sínum vettvangi (og að sjálfsögðu að hennar undirlagi) að koma því til leiðar að Reykjavíkurborg fagnaði 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna með almennilegum og eftirminnilegum hætti. Og við urðum báðar ákaflega hrifnar af hugmyndinni um að gera það með 100 viðburðum. Það kallaði á mjög náið samstarf milli okkar persónulega í rúmt ár. Og fyrir þann tíma verð ég eilíflega þakklát af því að það var þannig sem við urðum vinkonur og ég fattaði loksins hvernig hún vinnur og hvað hún hefur þýtt fyrir pólitíkina og þetta samfélag sem mér tókst að verða aktívisti í á eftir henni.
Bara svo það sé sagt af því að ég get ekki verið bara væmin; allir sem hafa unnið með henni vita að hún er gjörsamlega óþolandi. Hún hefur einhvern veginn rétt fyrir sér þótt hún hafi rangt fyrir sér, hún hefur undarlegt lag á að fá öllu sínu framgengt án þess að gera það á ósvífinn eða óheiðarlegan hátt. THAT'S THE WORST KIND.
En ég held að það hvað hún er klár og skemmtileg hafi laðað mig að henni. Og ég held að sameiginlegi reynsluheimurinn okkar af því að vera Femínisti Íslands, öllu fjölmiðlaógeðinu og allri fjölmiðlahamingjunni og öllum þessum klikkuðu fylgifiskum, sem almennt þagga niður í konum OG endar í áfallastreituröskun og geðlyfjum og sálfræðimeðferð og allskonar, hafi endanlega verið það sem bjó til órjúfanlegan streng milli okkar. Það eru ekki margar konur sem hafa verið í sporunum okkar í eins langan tíma og við tvær. Konur gerðu þetta á undan henni og hún gerði það á undan mér.
Ég á erfitt með að lýsa henni án þess að stökkva beint í efsta stig. Nú ætla ég að reyna að stilla mig um það. En Sóley er svo sannarlega gáfuð. Hún er heiðarleg og einlæg og líka klók og skörp, sem gerir hana að góðum pólitíkus. Hún er líka svo ógeðslega skemmtileg. Hún er líka hrikalegt tilfinningabúnt og ég man ekki eftir að hafa átt vinkonu sem á eins auðvelt með að láta mig fara að grenja með augnaráði og faðmlagi á réttum augnablikum, hvort það eru augnablik sigurs eða taps.
Í kvöld kvaddi ég ekki vinkonu mína. Hún heldur áfram að vera vinkona mín, á því leikur enginn vafi. Ég kvaddi ekki jarðýtuna sem gerði mér kleift að verða jarðýtan sem ég varð. Hún heldur líka áfram að vera þarna. Ég kvaddi ekki fyrirmyndina mína, sem ég fattaði hundrað árum of seint að ætti að vera fyrirmyndin mín. Hún heldur áfram að vera fyrirmyndin mín. Ég kvaddi ekki einu sinni samstarfskonu, hún fullvissaði mig um það þegar ég fór að grenja á trúnóinu um að hún ætlaði að hætta í pólitík að við myndum svo sannarlega vinna saman í framtíðinni að einhverju merkilegu. Ég kvaddi ekki stuðningskonuna mína sem sagði mér grenjandi í kvöld að ég ætti að sjá um að bjarga Íslandi, það þyrfti að redda sjitti í Hollandi líka.
Ég kvaddi bara pólitíkus í borgarstjórn og af skrifstofunni minni. Og það er nógu djöfulli erfitt. Takk fyrir allt,
Sóley Tómasdóttir
, við munum sakna þín
0 notes