#varablýantur
Explore tagged Tumblr posts
Photo
Í mínu tilviki er svarið: Brúnn varablýantur og sú einfalda staðreynd að ég rakaði af mér augabrúnirnar. Tíundi áratugurinn var ekki tími smekklegheita. https://ift.tt/3jO6HCD
0 notes
Text
Nýi MAC varaliturinn minn
Jæja hér kemur, eins og ég talaði um í síðustu færslu, mynd(ir reyndar) af nýja MAC varalitnum mínum. Hann heitir Creme de la Femme og er með Frost áferð.
Svona er liturinn með flassi.
Hér er hann ekki með flassi.
Það sést greinilega að það eru glimmerörður í honum en mér finnst þær alls ekki áberandi þegar liturinn er kominn á.
Kominn á:
Finnst hann rosa flottur og hann gefur vörunum greinilega raka því ég verð ekki með "skorpnar" varir eftir hann. Ég notaði NN Cosmetics varablýant sem heitir Natural áður en ég setti litinn á, til að ýta varalínunni aaaaaðeins út (munið bara að ofgera því ekki, við vitum allar að Ásdís Rán fékk sér sílíkon eða kollagen eða hvað sem það var í varirnar, hún málar ekki bara alltaf aðeins út fyrir!)
Varablýantur gerir það að verkum að við getum leikið okkur meira með lögun varanna og þær verða meira "defined" - úff ég finn ekki rétta orðið á íslensku! Svo er gott að venja sig á að setja aðeins af varablýantnum inná varirnar, þá helst varaliturinn betur á og fer síður af í flekkjum.
xoxo
munið að like-a Bjútíboxið á Facebook!
0 notes
Text
Nokkur góð ráð!
Tók þetta af gömlu bloggsíðunni minni - vona að þetta hjálpi einhverjum!
- Þrífið gamla maskaragreiðu og notið hana til að halda augabrúnum á sínum stað. Ef þær eru mjög óhlýðnar getið þið spreyjað hárspreyi í greiðuna áður en þið greiðið yfir og brúnirnar verða pikkfastar! - Ef þið klínið maskara á augnlok eða kinnar, ekki reyna að þrífa hann strax af. Þá klínist hann bara út um allt. Klárið frekar förðunina, takið svo þurran eyrnapinna og strjúkið af. Þá hálfbrotnar þornaði maskarinn í burtu. - Þegar þið setjið fallegan varalit á ykkur er gott að hafa hyljara við höndina því ef maður klínir út fyrir varirnar er oft erfitt að ná litnum alveg í burtu. Svo ekki nudda þangað til húðin verður rauð, dúmpið frekar létt með hyljarabursta. (Best er að hafa varablýant þegar þið notið varalit því það kemur í veg fyrir að varaliturinn "blæði" út fyrir. Getið séð í færslunni Varir varir varir að ég notaði ekki varablýant og það koma smáar línur út frá vörunum - sem hefði ekki gerst hefði ég haft varablýant!) - Eyeliner er flottastur ef hann er alveg upp við augnhárin. Til að láta augnhárin virka þéttari, litið á milli þeirra með augnblýanti. Síðan er hægt að gera fína eða þykka línu, allt eftir tilefni og vilja. - Munið að nota hyljara í kringum nefið, það svæði gleymist oft og verður rautt í "hita leiksins":) - Ekki gera svarta línu alveg í kringum augun ef þið eruð með lítil augu. Gerið heila línu uppi en látið hana aðeins ná inn að miðju við neðri augnhárin. Flottast er að láta hana "fade-a" út inn að miðju.
Munið svo að ekkert er bannað og alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt!
xoxo
0 notes