#Gunnfríður
Explore tagged Tumblr posts
Text
Á vinnustofu Gunnfríðar Jónsdóttur myndhöggvara, 1955
Þótt Gunnfríður væri listasaumakona og saumaði allt sem heiti hefur, var ekki eins og hún kúrði lon og don yfir saumaskapnum. Einhver fyrirboði felst í atburði sem varð á hennar öðru kvöldi í Kaupmannahöfn og hún lýsir svo: „Ég var á gangi skammt frá þar sem ég hafði fengið herbergi, og stend þá allt í einu frammi fyrir hinni frægu mynd Rodins, „Borgararnir frá Calais“, sem stendur þar á bletti við götuna. Vitanlega hafði ég ekki hugmynd um hvaða listaverk þetta væri, eða eftir hvern. En svo sterk áhrif hafði myndin á mig, að þarna stóð ég sem í leiðslu og starði á meistaraverkið – og þegar ég svo loks rankaði við mér, fann ég að ég hafði týnt öllum áttum og var rammvillt orðin.“ Með hjálp lögregluþjóns náði Gunnfríður áttum til að komast heim þetta kvöld, en það liðu tólf ár þar til hún náði þeim áttum að leggja sjálf út á listabrautina.
− Úr Lesbók Morgunblaðsins, 13. júlí 2002.
Ljósmynd: Þórarinn Sigurðsson
0 notes