#19júní
Explore tagged Tumblr posts
mariagislart · 3 years ago
Photo
Tumblr media
🇮🇸Gleðilegan Kvenréttindardag 🇬🇧We got our right to vote 19. June 1915 . . . #kvennréttindadagurinn #19júní #righttovote #womansrights #womansrightsarehumanrights #genderequality #equality (at Holar, Hjaltadal) https://www.instagram.com/p/CQTAVougyVR/?utm_medium=tumblr
0 notes
reitur9 · 9 years ago
Text
19. júní á Ísafirði
Þann 19. Júní 2015 fögnum við því að hundrað ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi
Á ísafirði verður ýmislegt í boði til að halda upp á þessi merku tímamót og öllum er velkomið að taka þátt – já þið líka kæru karlar!
Það hafa margar konur komið að því að undirbúa daginn, já og kvöldið, en það eru Kvenfélögin Hlíf og Hvöt ásamt hópnum „Í kjölfar Bríetar“ sem efndu til hátíðarhaldanna.
14:00 Safnast saman á Silfurtorgi og þaðan haldið í kröfugöngu um bæinn - gangan endar við Alþýðuhúsið
Tumblr media
(Mynd: hópur vaskra kvenna kom saman í vikunni og útbjó kröfuspjöld - en það er auðvitað engin skylda að bera þau!)
15:00 Hátíðarfundur í Alþýðuhúsinu.  Kvennakór Ísafjarðar tekur lagið Framtíðarsýn kvenna af ýmsum kynslóðum: Andrea Jónsdóttir Beata Joó Svanhildur Þórðardóttir Hvað græða karlar á jafnrétti: Pétur Markan  Konur og kosningar:  Andrea Harðardóttir Salóme Katín Magnúsdóttir tekur lagið Hvað hefur áunnist frá 1915: Dr. Ólína Þorvarðardóttir Fundarstjóri: Hjalti Snær Ægisson.  19:00 Afmælisveisla - kvöldverður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, þar sem Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður og Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari ávarpa gesti. Veislustjóri: Judith Amalía Jóhannsdóttir. Athugið að kvöldverðuinn er eini dagskrárliðurinn sem þarf að skrá sig á og það er gert með því að skrá sig hér á Facebook. Einnig geta þeir sem ekki eru með Facebook skráð sig hjá Jónu Símoniu í síma 862-9908
Aðrar uppákomur í tilefni dagsins!
> Í búðargluggum í miðbænum hefur verið komið fyrir lítilli ljósmyndasýningu sem kallast Þær settu svip á bæinn. Og það má með sanni segja að sýningin setji svip sinn á bæinn og lífgar upp á búðarröltið! Það var starfskona Ljósmyndasafns Ísafjarðar sem valdi myndirnar og útbjó þær til sýningar.
> Þó það flokkist kannski ekki sem skemmtiatriði þá er gaman að segja frá því að það verða eingöngu konur sitja kvennabæjarstjórnarfund sem er haldinn þann 19. júní!
> 17:00 KON - hvorki meira né minna
Myndlistasýning í Slunkaríki í tilefni af kvenréttindadeginum 19. júní.
Eftirfarandi listakonur standa að sýningunni Björg Sveinbjörnsdóttir Guðrún Sv. Guðmundsdóttir Hulda Leifsdottir Kolbrún Elma Schmidt Lísbet Harðar Ólafardóttir Matthildur Helgadóttir Jónudóttir Ólöf Dómhildur Solveig Edda Vilhjálmsdóttir
Tumblr media
0 notes
mariagislart · 4 years ago
Photo
Tumblr media
Til hamingju með daginn 19. júní On this day 1915, Icelandic women 40 years old got the right to vote . . . #19júní #kvennréttindadagurinn #kvennréttindi #righttovote #equality #equalrights #collage #recycledart #recycle #reddress #fromanotherworld (at Reykjavík, Iceland) https://www.instagram.com/p/CBosa4lAe51/?igshid=iztyjwa4l5ru
0 notes