#öryggi bland gottaðvita
Explore tagged Tumblr posts
blandisl · 9 years ago
Text
Pro-Buyer tips
Í síðustu viku fjölluðum við um hve góð mynd skiptir miklu máli í fyrsta Pro-seller tippinu. Við höfum í kjölfarið fengið mikið af tölvupóstum og óskum frá ykkur um aðstoð og fleiri góð ráð. Okkur finnst mjög gaman að heyra frá ykkur og hvernig ykkur finnst best að selja á Bland eða hvað hefur virkað vel hjá ykkur. Við erum sífellt að læra og ábendingar frá ykkur eru ákaflega hjálplegar. Endilega haldið áfram að setja ykkur í samband við okkur og við reynum að gera okkar besta til að hjálpa ykkur. 
Í morgun hringdi í þjónustuverið okkar eldri kona sem var að leita að kattarbúri. Hún var ekki alveg viss um að hvernig hún ætti að lesa úr táknunum á auglýsingum, hvað þau merkja og hvernig hún gæti komist hjá því að kaupa kattarbúrið í sekknum. Við fórum þá að velta fyrir okkur hvort það gæti verið svo um fleiri og ákváðum að setja saman nokkur góð ráð fyrir kaupendur á Bland. 
Tumblr media
Þetta merki táknar að seljandi hefur auðkennt sig á vefnum. Auðkenndir notendur hafa tengt kennitöluna sína við notendaprófílinn. Þetta var gert á sínum tíma til að auka gagnsæi í viðskiptum og auðvelda okkur að rekja viðskipti ef eitthvað misjafnt kæmi upp. Sem betur fer eru nú langflestir notenda Blands stálheiðarlegt og gott fólk. 
Tumblr media
Þessi tvö merki tengjast Netgíró. Ef seljandi tekur við greiðslum frá Netgíró og notandi borgar með þeim hætti, þá virkjast Kaupendatrygging Blands. Með Kaupendatryggingu nýtur þú sem kaupandi enn meiri verndar, t.d. ef varan sem þú varst að kaupa stenst ekki gæðakröfur eða er ekki eins og lýsingin vörunnar var, þá geturðu haft samband við okkur og við göngum í málið. Þú getur lesið meira um Kaupendatrygginguna með því að smella hér.  
Konan spurði okkur þá hvernig væri best að haga greiðslum og fá vöru afhenta. Við bentum henni á að best væri að greiða aldrei fyrir vöru fyrr en hún hefði fengið tækifæri til að skoða hana vandlega, enda væri oft um notaðar vörur að ræða. Þá væri líka sniðugt að reyna að hafa sem stærstan hluta samskipta milli hennar og seljanda á vefnum þannig að við ættum auðvelt með að rekja þau, ef svo ólíklega færi að eitthvað kæmi upp. Þá væri hentugast að gefa ekki upp símanúmer fyrr en hún og seljandi hefðu komist að samkomulagi um verð og afhendingartíma. 
Að lokum sögðum við henni að það væru upplýsingar á síðunni okkar um hvernig væri best að stunda viðskipti á Bland en hana má finna með því að smella hér. 
Jæja, þá er þessu lokið í dag. Verið endilega í sambandi við okkur ef það er eitthvað sem við getum aðstoðað ykkur með, sama hve smávægilegt það kann að virðast. 
- Þorsteinn Mar
0 notes