Ég er að læra hundaþjálfun og mun deila nokkrum ráðum hér á tumblr
Don't wanna be here? Send us removal request.
Text
Að kenna hvolpi að pissa og kúka úti
Það getur verið flókið fyrir hvolp að læra hvar hann má gera þarfir sínar og þess vegna er mjög mikilvægt fyrir okkur að vera þolinmóð á meðan þeir eru enn að læra. Þetta getur tekið nokkra mánuði og það er mjög mikilvægt að reyna ekki að flýta fyrir hlutunum með því að skamma hund sem pissar inni, ef þú sérð að hundur sé að fara að pissa inni mæli ég með því að þú farir með hundinn út en alls ekki skamma hann! Það er miklivægt að þrífa vel upp eftir hundinn ef hann pissar inni, ef hann finnur enþá lygt af pissinu þá er hann líklegur til að pissa aftur á samastað. Gott er að leyfa hvolpinum ekki að labba um allt hús, best er að venja þá við eitt herbergi í einu svo er líka hægt að fá sér hvolpagirðingu eða búr (ég vill samt taka fram að það er ekki gott að vera með hvolpinn of lengi lokaðan í búri og það er mikilvægt að kenna honum að elska búrið sitt). Til að komast hjá því að slys gerist er best að fara með hvolpinn út á klukkutíma fresti og strax eftir að hann er búin að borða, það getur líka verið gott að hleypa honum út stuttu eftir að hann vaknar. Þú skalt verðlauna hvolpinn vel í hvert skipti sem hann gerir þarfir sínar úti en ekki trufla hann á meðan hann pissar/kúkar, verlaunaðu honum un leið og hann er búin. Vona að þetta hjálpi :)
0 notes