geimfarinn
Einn meðal stjarnanna
9 posts
https://noroadhome.itch.io/alone-among-the-stars
Last active 2 hours ago
Don't wanna be here? Send us removal request.
geimfarinn · 1 year ago
Text
Ég geng í frumskóginum í nokkra klukkutíma. Það er ekki auðvelt að komast áfram því það eru svo margar plöntur alls staðar. Loksins finn ég það sem ég var að leita að. Flak risastórs geimskips í miðjum skóginum. Það er eins hátt og skýjakljúfur en þakið gróðri. Það hlýtur að hafa verið hér mjög lengi. Ég býst ekki við það að finna neinn þarna inni en mig langar samt að kanna það. Ég finn opna hurð á hliðinni á skipinu. Um leið og ég stíg inn í það kvikna öll ljósin sjálfkrafa. Alls konar skordýr flýja á augabragði. Þessi staður er örugglega yfirgefinn. Margar dyr opnast ekki lengur. Ég get bara farið þangað sem þær eru nú þegar opnar. Eftir smástund kem ég í flugstjórnarklefann. Aðaltölvan virkar enn. Það er landakort á skjánum, með krossi í miðjunni. Kannski var það staðurinn sem geimskipið stefndi? En mér finnst eitthvað dularfullt: krossinn er í hafinu. Allt í einu heyri ég gnýr í fjarska: eldfjallið fer að gjósa! Ég skrifa niður hnitin sem eru á skjánum og flýti mér út úr skipinu. Ég hleyp eins hratt og ég get í gegnum skóginn að skipinu mínu. Ég fer í loftið rétt þegar hraunið nær til jarðar undir því!
0 notes
geimfarinn · 1 year ago
Text
Ég er kominn í næsta sólkerfi vegna þess að ég vil finna þau sem skrifuðu skilaboðin. En ég veit ekki á hvaða plánetu þetta fólk fór. Tölvan á skipinu segir mér að þrjár plánetur séu byggilegar. Ég vel eina af handahófi. Ég flýg yfir plánetuna í geimskipinu en ég get ekki séð yfirborðið vegna þykku skýjanna. Ég fer fyrir neðan þau. Allt í einu verður allt blátt. Þessi pláneta er þakin vatni! Ég flýg lengi en ég finn enga heimsálfu. Það eru bara litlar eyjar alls staðar. Flestar eyjar eru ekki flatar: þær eru eins og fjöll í hafinu. Mig grunar að þær séu reyndar eldfjöll. Eftir nokkra stund staðfesti ég kenningu mína. Það er eldgos á einni af eyjunum! Skærrauða hraunið rennur niður brekkuna og dettur í sjóinn. Vatnið gufar upp strax og breytist í stór hvít ský. Þá pípir tölvan. Hún hefur skynjað eitthvað á annarri nálægri eyju. Ég veit ekki hvað það er, en ratsjáin segir að það er stór og úr málmi. Ég ákveð að kanna þessa eyju. Hátt fjall er á norðurhluta eyjarinnar. Stór skógur er á suðurhlutanum. Eldgos væri hættulegt svo ég lendi í rjóðri í skóginum. Lending geimskipsins er nokkuð hávær og dýrunum líkar það ekki. Margir fuglar fljúga í allar áttir. Þeir eru rauðir, bláir, gulir, grænir, hvítir… Það er alveg eins og bjartur regnbogi í skóginum.
0 notes
geimfarinn · 2 years ago
Text
Ég er búinn að ákveða að fara aftur undir jörðina. Ég fer sömu leið og kemst að hellinum. Bláa slangan er ekki hér í þetta skipti, svo ég get kannað staðinn rólega. Eftir nokkra stund tek ég eftir svolitlu. Það er eitthvað sem endurkastar ljósið mitt í fjarska. Eins og spegill. Það er ekki auðvelt að komast þangað en ég er mjög forvitinn: ég þarf að vita hvað það er. Það virðist vera sléttur og rétthyrndur gripur úr málmi... Það er auðvitað ekki eðlilegt. Þetta er gripur sem manneskja skapaði. Ég kemst loksins fyrir framan gripnum og – ég trúi því ekki – það eru rúnir á honum! Þær eru ristar í málmplötunni. Ég skil ekki hvers vegna þessi áletrun var falin neðanjarðar. Er ég fyrsti maðurinn til að lesa það? Ég nota tölvuna til að þýða skilaboðin. Það stendur: „SÆLL FERÐAMAÐUR · Í ÞESSUM HELLI LEITUÐUM VIÐ SKJÓLS ÁRIÐ 7589 · NÚ VERÐUM VIÐ AÐ FLÝJA AFTUR · VIÐ FÖRUM Í NÆSTA SÓLKERFI · GANGI ÞÉR VEL“
0 notes
geimfarinn · 2 years ago
Text
Um kvöldið, eftir að stormurinn er horfinn fer ég aftur á sama staðnum. Það er enginn vindur núna og göngin eru alveg þögul. Ég finn gat sem er nógu stórt og fer inn. Ég fer niður í nokkrar mínútur til ég komast að helli. Hann er risastór og vasaljósið er ekki nógu öflugt: ég get ekki séð hina hliðina! Ég kanna hellinn hægt. Þar eru mörg lítil dýr alls staðar, eins og litlar eðlur: þær hlaupa frá mér þegar ég nálgast. Ég heyri vatn að leka hægt einhvers staðar. Þó að jörðin sé mjög þurr á yfirborðinu er vatn hérna, og dýr líka. Allt í einu sé ég eitthvað stórt að færast í myrkrinu. Það er heljarstór slanga! Ég slekk ljósið og hætti að hreyfast, af því að ég vil ekki hræða hana. Eftir nokkrar sekúndur hættir slangan að skríða. Svo byrjar hann að gefa frá sér ljós - hreistur á honum glóir í ljósbláum lit. Ég geng hægt frá slöngunni og kem út úr bláa hellinum. Á leiðinni til baka hugsa ég um hegðun dýrsins. Var það að reyna að hræða mig? Eða var það einfaldlega að heilsa mér?
0 notes
geimfarinn · 2 years ago
Text
Önnur plánetan sem ég heimsæki er minna köld. Ég lendi á stóru gulu flatlendi. Ég get séð hvorki fólk né dýr. Plönturnar eru stuttar. Loftið er þurrt. Ég heyri hljóð í fjarska. Það hljómar eins og einhver er að flauta. Ég kalla en enginn svarar. Ég reyni að fylgja hljóðið, en það stoppar allt í einu. Svo ég ákveð að bíða. Eftir nokkurn tíma, vindurinn hækkar: nú heyrist hljóðið aftur. Ég geng í áttina að því og finn göt í jörðinni. Það eru lítil göng alls staðar undir jörðu! Nú vindurinn blæs mikið, og það verður erfitt að sjá vegna fljúgandi sandsins. Ég flýti mér til baka að geimskipinu. Á meðan ég hleyp heyri ég tónleika ósýnilegra flautuleikara.
0 notes
geimfarinn · 2 years ago
Text
Þegar ég kem út úr gljúfrinu er sólin sest. Samt þarf ég ekki vasaljósið af því að tunglið er svo bjart. Ég lít upp á næturhimininn: það eru margar stjörnur, en ég veit ekki stjörnumerkin hér. Heimaplánetan mín er ekki langt, en hvar er hún? Eftir nokkrar mínútur tek ég eftir hvítu stöðuvatni í fjarska. Ég geng í áttina að því. Vatnið skín undir tunglsljósi. Nú þegar ég er nær geri ég mér grein fyrir að yfirborðið er algjörlega frosið. Á því eru þúsundir lítilla ískristalla, eins og blóm. Þeir endurkasta tunglsljósinu. Ég sest niður fyrir framan ísblómin. Á morgun verð ég að fara. En ég gleymi aldrei þessari sjón.
0 notes
geimfarinn · 2 years ago
Text
Ég fer niður snjóþungar brekkur. Ég fer inn í gljúfur. Þar er dimmt. Stígurinn er þröngur milli háu steinveggjanna. Ég sé þunna rönd af bláum himni fyrir ofan mig. Állt í einu dettur eitthvað niður - en það hrynur ekki á jörðina. Ég kveiki á vasaljósinu mínu: það er stór fugl, eins og gammur. Fjaðrirnar á honum eru svartar, nánast fjólubláar. Hann flýgur hægt til mín, svo lendir hann fyrir framan mig. Fuglinn stendur kyrr og horfir á mig. Hann er stærri en ég. Samt er ég ekki hræddur; hann skilur að ég er ekki hættulegur og við munum ekki skaða hvor annan. Ég slekk á vasaljósinu. Það er ekkert hljóð í myrkrinu. Ég bíð lengi. Þegar ég kveiki á vasaljósinu aftur, fuglinn er farinn.
0 notes
geimfarinn · 2 years ago
Text
Fyrsta plánetan sem ég lendi á er alveg hvít. Um leið og ég fer út úr geimskipinu mig áttar að það er snjór alls staðar. Mér er mjög kalt, þó veðrið sé sólríkt. Í kringum mig það eru mörg fjöll. Á einu fjalli tek ég eftir einhverju. Það lítur út eins og stór bygging ofan á fjallinu. Ég flýg upp á toppinn fjallsins. Byggingin er reyndar rústir, þess vegna er erfitt að vita hvers konar bygging það er. Kannski var það virki? Eða hof? Fornu súlurnar eru þaktar ís. Það er ekkert hljóð, enginn vindur. Sólin skín á hvítu dalina. Ég er einmana.
2 notes · View notes
geimfarinn · 2 years ago
Text
Ég fer í ferðalag í dag. Það gæti verið hættulegt. En ég held að það verði mjög spennandi. Hvaða skepnur mun ég hitta? Hvaða borgir mun ég heimsækja? Hvaða lönd mun ég fara yfir? Ég skal fara einn. En kannski hitti ég vini á leiðinni. Meðal stjarnanna.
0 notes