Don't wanna be here? Send us removal request.
Link
0 notes
Link
0 notes
Photo
![Tumblr media](https://64.media.tumblr.com/tumblr_mcywdftTFs1rym32zo1_540.jpg)
Það er hægt að fara á fjallahjól í Danmörku. Who knew!
0 notes
Text
Kjarnaskógur - it goes to 11
Ég og Gunni brunuðum norður seinustu helgina í júní með það eina markmið að hjóla í Kjarnaskógi. Við höfðum séð nokkrar myndir og video af brautinni og vorum með væntingar um góða skemmtun - en ég held að við höfðum ekki gert okkur grein fyrir hversu mikil snilld þessi braut er.
Ég mæli með að leggja á tjaldstæðinu við Hamra og hjóla þa��an, einnig er hægt að leggja við Kjarnakot og á fleiri stöðum. Sjá á kortinu lengri leiðina sem við Gunni tókum - einnig er hægt að fara frá Fálkafelli en þá er byrjað hjá ruslahaugunum efst í bænum (soldið norðar en þetta kort).
Gunni og slóðinn upp að Gamla, Spaðamerkið á sínum stað
Ég og Gamli
Útsýnið frá Gamla
Brautin byrjar 3km neðar
Hún var skraufþurr þessa helgi, það er bara gaman
Mikið af Northshore pöllum í brautinni, ég taldi 6 stykki
2 lítil vídjó í endann, ég að taka drop og Gunni að taka smá stökk
http://www.flickr.com/photos/19247748@N00/7506564534/in/photostream
http://www.flickr.com/photos/19247748@N00/7506567866/in/photostream
Það er varla hægt að segja nógu góða hluti um þessa braut, hún er einfaldlega snilld. Goggi tók helmet-cam af brautinni allri og ég læt það fylgja með.
http://www.youtube.com/watch?v=cUc4Uv6ASWg&feature=youtu.be
http://www.youtube.com/watch?v=r-Lk33dLVEo&feature=relmfu
0 notes
Text
SRAM XX1, eitt tannhjól að framan - 11 að aftan
Virkilega spennandi concept frá SRAM.
Eitt tannhjól að framan er alltaf betra en 2 eða 3, maður er laus við einn skipti en vandamálið hefur verið með 1x10 eða 1x9 gírun að kassettur hafa ekki nógu stórt range af gírum að aftan til að velja úr. SRAM leysir þetta með kassettu sem er 10 tanna upp í 42 tennur (9 gíra kassettur eru 11-34, 10 gíra eru 11-36) sem gefur manni mikið range.
Meira hér:
http://www.sicklines.com/2012/07/02/2013-sram-xx1-drivetrain-1x11-details-cranks-derailleur-cassette-shifter/
0 notes
Video
youtube
Reykjadalur - vídjó sem Matt tók með okkur Gunna í Reykjadalnum.
0 notes
Text
Spennandi hjól fyrir 2013
Scott Genius 27.5"
27.5" er ansi heit dekkjastærð - talin henta frábærlega í trail/all-mountain hjól (hjól sem eru skemmtileg bæði upp og niður brekkur). Scott virðist ætla að grípa gæsina snemma og koma með mjög high-end carbon hjól fyrir næsta ár í þessari dekkjastærð, sennilega fyrsti framleiðandinn sem nær því.
0 notes
Video
youtube
Fort William. Verð að setja þetta á bucket listann!
0 notes
Text
Öskjuhlíð Express
Það eru margar frábærar línur til að hjóla niður í Öskjuhlíðinni. Margar af þeim bestu eru ekki á göngustígum og því er ómögulegt að finna þær nema maður viti af þeim. Hér er dæmi um eina frábæra línu sem liggur nánast beint niður Öskjuhlíðina. Af því að engin af línunum hefur verið gefið nein nöfn þá ætla ég að taka mér það bessaleyfi að kalla hana Express línuna
Byrjað er á suðurhlíð perlunnar, þar er beinn og breiður stígur sem er líka byrjunin á Downhill brautinni sem hefur verið keppt í seinustu sumur.
Mjög einföld til að byrja með, hægt að fara hratt hér niður.
Skörp beygja til vinstri inn á frekar beinan kafla..
Og þá byrjar smá gaman.
Séð neðanfrá.
Beint áfram eftir það og upp að þessum steinum - hér er farið beint áfram. DH brautin er til hægri.
Beint hérna niður, línan þarna niður er ekki augljós ef maður hefur ekki farið þetta áður.
Svo er smá steinn sem þarf að kippa framdekkinu upp á.
Beint hérna niður brekkuna (sem var búin til í vor)
Brekkan séð neðan frá.
Farið áfram frekar grófan slóða og svo beint yfir göngustíginn inn á annan grófan slóða og þar til vinstri.
Eftir hann kemur smá brú yfir steina (líka smíðuð í vor)
Skemmtilegur twisty kafli þar á eftir, hægt að fara til vinstri eða hægri eftir brúna, hér var farið til hægri.
Farið yfir annan göngustíg og beint áfram, hægt að komast á fínan hraða þarna niður.
Séð neðan frá.
Í gegnum trén...
Og búið, þá er bara að hjóla aftur upp og taka línuna aftur!
Express línan er hröð lína niður Öskjuhlíðina en er samt sæmileg áskorun ef maður er að komast upp á lagið með tæknilegar og erfiðar leiðir.
1 note
·
View note
Text
Dekk sem virka
Dekk skipta hjólarann hvað mestu máli ef mann langar að hafa gaman af því að hjóla upp og niður brekkur (eins og fjallahjólarar gera hvað mest af). Þú getur verið að hjóla á nýjasta carbon hjólinu með dempara sem voru hand-tjúnaðir sérstaklega fyrir þig en það er alveg hundleiðinlegt ef þú ert á dekkjum sem henta engan veginn í það sem þú ert að gera við hjólið.
Ég er búinn að prófa ansi mörg dekk á stígunum í kringum Reykjavík og hef komist að tvennu
Dekk sem grípa ekki nógu vel == leiðinlegt að hjóla niður brekkur
Dekk sem grípa mjög vel == leiðinlegt að hjóla upp brekkur
Það má þó segja eitt um dekk sem grípa mjög vel: Þau munu að minnsta kosti aldrei valda því að þú missir grip í beygju og feisplantir.
Þegar maður talar um dekk þá verður maður að tala um yfirborðið sem maður notar dekkið á. Mörg fjallahjóladekk virðast vera hönnuð með þægilega, nánast steinlausa stíga í Kaliforníu, stíga sem rignir á max 3 daga úr árinu. Á þannig yfirborði (sem varla sést á Íslandi) vill maður dekk sem er ekki mjög breitt (uþb 2.0 til 2.2 tommur) með mjög lágum tökkum. Dæmi: Kenda Small Block 8
Svona dekk er nothæft á Íslandi ef þú hjólar á malbiki eða hjólar bara í beinni línu á einhverju grófara. Ekki taka beygjur á því - þú munt bara meiða þig. Þetta er samt mjög vinsælt dekk hjá fólki sem er að keppa í cross country, en þar skiptir hraðinn og þyngdin á dekkinu oft meira en grip. Lágu takkarnir (e. knobs) sem eru nokkið jafnir yfir allt dekkið stuðla að því að það rúllar mjög hratt og minnka líka þyngdina.
Algengasta undirlag slóðanna í Reykjavík (t.d. Öskjuhlíð, Heiðmörk, Rauðavatn ofl) er möl. Það er sennilega eitt leiðinlegasta undirlagið til að hjóla á en það má gera það þolanlegt með betri dekkjum. Til þess að ná að grípa í undirlagið undir mölinni vill maður stóra og grófa takka á dekkinu, eitthvað sem minnir á motocross dekk. Ég hef notað Continental Trail King 2.4 við ágætan orðstír á ansi mörgum leiðum.
Lykillinn að því hvað þetta dekk virkar vel eru stóru grófu takkarnir á hliðinni. Þannig sér maður á ansi mörgum dekkjum - það bendir til þess að dekkið muni virka mjög vel í hröðum beygjum, skiptir ekki máli á hvaða undirlagi. Ég hef líka frábæra reynslu af þessu dekki í Reykjadalnum; undirlögin þar eru ansi fjölbreytt: möl, gras, drulla, leir, steinar og fleira. Helsti gallinn við Trail King er hversu þungt það er, tæp 1000 grömm fyrir 2.4 tommu breitt dekk. Auk þess er dekkið alger blaðra, það passar tæpast undir öll hjól vegna þess hve breitt og hátt það er.
Því hef ég endað á að nota WTB Bronson 2.3 meira en flest dekk upp á síðkastið.
Þetta dekk er einungis 650 grömm, það er munur sem maður finnur strax og maður fer að pedala af stað. Það er töluvert minna en Trail King (miklu minna en official stærðin gefur í skyn) en grípur samt sem áður á nánast öllu undirlagi. Ég er sennilega minnst ánægður með það í mjög lausri lausamöl en í steinum, grasi, drullu og venjulegri möl þá steinliggur það. Hliðartakkarnir gefa gott grip í beygjum og þyngdin og lágir miðjutakkar valda því að það rúllar mjög vel þegar maður er að pedala. Semsagt, ágætur millivegur milli þess að rúlla vel og grípa vel.
Staðreyndin er að fólk vill mismunandi eiginleika úr dekkjunum sínum en ég mæli með að kaupa hágæða dekk - ekki kaupa það ódýrasta þegar dekkin sem fylgdu hjólinu slitna. Léleg dekk geta eyðilagt ánægjuna af góðu hjóli en frábær dekk geta gert miðlungs hjól ótrúlega skemmtilegt.
0 notes
Photo
![Tumblr media](https://64.media.tumblr.com/tumblr_m5s7k22EGE1rym32zo1_540.jpg)
Reykjadalur 13.6.2012. Gunni og Matt.
0 notes
Photo
![Tumblr media](https://64.media.tumblr.com/tumblr_m5s7hipxKT1rym32zo1_540.jpg)
Reykjadalur 13.6.2012. Ég og Matt.
0 notes