Don't wanna be here? Send us removal request.
Text
Ég játaði mig sigraðan fyrir henni. Ástin tók mig undir sinn væng stuttu eftir að hafa sleppt tökunum. Í lausu lofti ég sveif, vitandi ekki hvort stórfuglinn kæmi í alvörunni.
Eins og fuglinn flýgur fallega í skáldskapi, og fögurstu hlutir eru skapaðir með fuglinn í huga.
Er ég hrasaði niður byrjaði ég að finna fyrir sprungunum sem mybdast í hellulagðri gangstéttinni eftir að bein mín og hold skellast þar við.
En er sú mynd spratt upp grípur stórfuglinn mig við rifbeinin, leiðir mig að hreiðri sínu og leggur mig við handakrika sér. Ó hve hlýtt þar er og ó hvað mér var orðið kalt.
Kuldinn sem var verður. Við fuglinn reynum að halda hita þangað til.
0 notes
Text
Ég fann fyrir litlum hjartatrylltum stráki í gær.
Hann kvaldist af hræðslu og brunasárum.
Fyrirgefðu að ég vildi þér illt á unglingsárum.
Ég ætlaði ekki en Myrkrið var of hávært.
Ég áttaði mig á að það var ég sem kveikti í eldinum.
Ég sagði “Fyrirgefðu fyrir hvað ég hef aldrei staðið með þér,,
“Elsku litli Engillinn minn, fyrirgefðu, þetta verður allt í lagi”
Og ég knúsaði mig.
13.10.18
0 notes
Text
Ástin mín vill ekki taka kaffi með mér Kaffi með mér já kaffi með mér. Ég hef beðið daga þrjá eftir þér, eftir þér já eftir þér. Dökkbrúnu augun þín og bláa peysa, veita mér Hjartahlýju, Hjartahlýju innra með mér. Og ég bíð en eftir þér.
10.10.18
0 notes
Text
Ég mundi eftir vísunni- Fagur fagur fiskur,
Við bryggjuna, minningar um síðasta haust,
Þegar fiskurinn var annar en vísa.
Fiskurinn var stofa, sem söng April in Paris.
Stofan sem ég fann mig aftur í.
Ég er á miðri höfninni.
Reykjavíkin er orðin gul,
Höfnin fegurð norðurljósum,
sjörnum og hlýjum minningu um
Fagra fagra fiskins míns.
(út dagbók)
09.10.18
0 notes
Text
Ég lærði um daginn að karlmenn verða það sem móðir þeirra mótaði þá til að verða. Og að karlmenn endurtaka frekar mistök mæðra sinna heldur en mistök feðranna.
Ef svo er, hef ég endað sem móðir mín. Því eins og móðir hennar endaði hún alveg eins og móðir sín því hún vildi verða allt sem hún var ekki. Og ég vill vera allt það sem hún er ekki. En með því verð ég ekki neitt.
Því mæður eru bæði ást og hatur.
Tilfinningaríkar en samt svo tilfinningaheftar.
Rökréttar en utangátta.
Hlýjar en aldrei kaldar.
Ég áttaði mig á að ég hef gleymt mæðra hlýjunni.
Ég hef gleymt tilfinningunni þegar ég var að mótast í mæðra kviði.
Kjarni lífsins sem verndaði mig frá öllu.
3.10.18
0 notes
Text
Ég veit að það hljómar kannski illa. En ég get ekki verið að fara á sama stað og ég var á þegar ég var samfélagslega séð, eðlilegur.
Ætli það sé kannski þess vegna sem ég varð fyrir þokunni? Þokan kom kannski til að þurrka út allt það sem samfélagið var búið að kenna mér að sé rétt.
Því einhverra hluta vegna varð það aldrei rétt fyrir mig.
Og kannski að þokan vissi það.
24.09.18
0 notes
Text
Prufum þetta. Þetta verður staður sem ég get sýnt einbýlið mitt, ekki endilega fallega partinn af einbýli mínu en það þarf ekki að vera ljóta hliðin heldur. Bara einbýlið í heild sinni. Því ég er orðinn soldið leiður á því að sjá einbýlið einn.
Ég ætla að gera það að fjölbýli.
24.09.18
0 notes